17.4.2011 | 22:59
ÞJÓÐIN OG RÍKISSTJÓRNIN SKULDA LÍÚ EKKERT
Það er furðulegt að aðilar SA skuli taka að sér að ganga erinda LÍÚ í stríði þeirra gegn þjóðinni. Það er eins og krónísk siðblinda hafi gripið um sig meðal fjölda fólks sem að þessum samtökum standa. Það er ekki að LÍÚ hafi verið við þetta borð fram að þessu með fáránlegar kröfur sínar.
Nei innan LÍÚ er í gangi skipulagður hópur manna sem eru með áætlun um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að kvótakerfið verði afnumið eða gerðar á því breytingar. Við sjáum nú hversu lágt þetta fólk leggst til að tryggja óréttmæt "réttindi" sín. Það veigrar sér ekki við að halda 100 þúsund manns í sjálfheldu til að koma í veg fyrir að rétt kjörin Ríkisstjórn nái að koma fram stefnu sinni í sjávarútvegs málum. Málefni sem á engan hátt getur komið samningum á almennum vinnumarkaði nokkurn skapaðan hlut við.
Allir verða að gera sér grein fyrir að við eigum við einhverja hættulegustu aðför að Lýðræðinu sem nokkurn tíma hefur verið gerð. Hér eru menn á ferðinni sem sætta sig ekki við að við völd situr Ríkisstjórn sem ætlar að framfylgja stefnu sem hún var kosin til að fylgja af meirihluta kjósenda. Hver leyfir sér að vefengja völd Ríkisstjórnar í Lýðræðis ríki? Hvað þíðir það þegar hagsmuna samtök sem fengu vissa aðstöðu gagnvart auðlind þjóðarinnar úr höndum sauðspillts stjórnmála manns ætla að koma í veg fyrir að Ríkisstjórn freistar þess að leiðrétta þetta óréttlæti? Margir kalla þetta landráð að beita þvingun á við það sem fram fer á vinnumarkaðinum núna.
Þegar Sóknarmarkið var afnumið var hvorki ráðskast við einn né neinn heldur var um einhliða ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar að ræða en hann fékk það samþykkt eingöngu til reynslu. Þetta er fordæmi sem Ríkisstjórn Jóhönnu getur notfært sér og eins reynsluna. Kvótakerfið hefur sannanlega reynst illa ekki satt? 500 milljarða skuldir og engin uppbygging í veiðinni í 27 ár! Ekkert annað en slæm reynsla fyrir utan gífurlega spillingu sem einkennt hefur allt umhverfi kerfisins frá upphafi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.