Í kvótakerfinu búa menn við mikið óréttlæti sem lýsir sér í mismunun á úthlutuðum aflaheimildum til fárra útvaldra á meðan aðrir verða að sætta sig við að kaupa eða leigja af þessum fáu útvöldu og gefa þeim þar með eftir hagnaðinn af starfi báts og áhafnar. Allir hugsandi menn skilja að þessu ástandi verður að linna og breyta í kerfi sem stenst lög um almenn mannréttindi, gerir öllum í greininni jafn hátt undir höfði og allir hafi jafnan aðgang að fiski í gegnum markaðina.
Jú SÓKNARMARK byggir á því að sá hæfasti kemst af á kostnað þess sem ekki kann. Það er sjálfvirk hagfræði kerfisins og tryggir að veiðileyfin eru alltaf í höndum þeirra sem kunna að veiða fisk. Jafnvel Hagfræði deild HÍ getur ekki logið sig frá því að það hlýtur að vera þjóðinni hagkvæmast að þeir sem kunna geri skipin út.
ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA VERÐUR AÐ GEFA ÞJÓÐINNI KOSTA Á AÐ VELJA Á MILLI SÓKNARMARKS OG KVOTAKERFIS
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.