17.4.2011 | 21:15
SÓKNARMARKIÐ losar okkur við spillinguna og yfirgang LÍÚ
Þjóðin er að lenda í vandræðum með LÍÚ. Fólk sem búið hefur við einokun á öllum fiskveiðum hérna síðan 1984 fer nú með ofbeldi gegn Lýðræðinu og ætlar að nota völd sín og auðævi til að knýja fram niðurstöðu í pólitísku máli á Alþingi. Þetta er ekki einatt eins dæmi heldur er þetta slík frekja að ekki verður við svo búið.
Þjóðin á nú einskis annars úrkosta en að slökkva rostann í þessu fólki og krefjast þess að kvótakerfið verði afnumið og hér tekið upp SÓKNARMARK. Með því er afnumið óréttlætið sem viðgengist hefur í sjávarútvegi skorið á rúllettu peninganna sem hefur verið svika milla spiluð af bönkunum og útgerðinni. Veiðin mun aukast og allur fiskur mun berast að landi. Allir munu eiga aðgang að fiskinum annars vegar gegnum veiðar og hinsvegar mun allur fiskur fara á markað þar sem áhugasamir munu geta keypt fisk til vinnslu og endursölu.
Ef við viljum NÝTT OG BETRA ÍSLAND er SÓKNARMARK NAUÐSYN!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.