500 MILLJARÐA SKULDIR ÓREIÐUMANNA -- ÚTGERÐAMANNA

Þjóðin vill afnema kvótakerfið. Er ekki virkt lýðræði í landinu og stendur Ríkisstjórnin ekki með fólkinu í landinu í mikilvægum málum. Afhverju er Kvótakerfið ekki afnumið þegar í stað? Minnsta sem Ríkisstjórnin getur gert fyrir þjóðina er að gefa þjóðinni kost á þjóðaratkvæðagreiðslu annars vegar um samningaleiðina og hins vegar Sóknarmark. Það góða við Sóknarmark er að hægt er að breyta yfir í sóknarmark með allan fisk á markað með einu pannastriki ekki þarf einu sinni að kalla flotann inn.

Annað sem er mjög gott við að skipta yfir í Sóknarmark að núverandi útgerðamönnum er í sjálfval sett hvort þeir vilja veiða í slíku kerfi eða ekki. Ef þeir vilja fara að gera eitthvað annað þá er það þeirra réttur að sjálfsögðu. 

Sjálfstæðisflokkurinn er höfundur Sóknarmarksins og ætti það að vera létt verk fyrir formanninn að styðja við bakið á endurnýjun kerfisins og styrkja framgang þess. Eins kom Alþýðuflokkurinn að viðhaldi og þróun Sóknarmarksins og ætti það ekki að þvælast fyrir þeim að viðhalda kerfinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ólafur ég er ekkert viss um að þjóðin vilji sóknarmark frekar en aflamark,  Í báðum kerfum er nýliðun erfið og dýr því að nýliðar þurfa að kaupa aðra út úr kerfinu.

Við skulum frekar biðja um frjálsa sókn.  Fyrstu 6 árin má ekki fjölga í flotanum nema skip fari á móti, nema bátar undir 10 metrum með handvirkar rúllur og undir 100 hö.

Eftir 6 ár ætti að vera hægt að losa um höftin og þá stjórna Bankar því hvort að útgerðarmenn fái fyrirgreiðslur til að kaupa báta.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 17.4.2011 kl. 10:43

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Þau voru kosin út á frjálsar handfæraveiðar, sem leysa byggða, fátæktar

og atvinnuvanda þjóðarinnar, þau voru kosin út á innköllun kvótans.

2 ár eru liðin, 14.ooo eru atvinnulausir og 8.000 flúnir land,

HVAÐ er þetta fólk að hugsa ?

Aðalsteinn Agnarsson, 17.4.2011 kl. 11:21

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Sælir strákar þakka ykkur athugasemdir.

Hallgrímur það yrði að auka við skip frá núverandi flota. Og þau skip færu til þeirra sem hefðu reynslu sennilega til skipstjóra. Ég er ekki sammála þér að ekki verði skip fyrir okkar bestu skipstjóra. Ef þú skoðar skipin í Sóknarmarkinu var geysilega mikill munur á heildar afla og afla á úthaldsdag eftir skipstjórum. Það er engin spurning í mínum huga að alvöru skipstjórar fá stuðning banka til að kaupa skip eða til að taka yfir skip. Mörg skip munu ekki standast samkeppnina. Ég er að tala um alvöru sjávarútveg með alvöru mönnum.

Já Aðalsteinn það er hrikalegt að Ríkistjórnin taki ekki handfæraveiðarnar út úr fiskveiðistjórninni. Það hefur ekkert út á sig að hafa handfæraveiðar innan kerfis þær eiga bara að vera frjálsar með sóknartakmörkunum til að koma í veg fyrir að ekki sé róið í vitleysu. Eins og í slæmum veðrum yfir vetrar tíman. Aðrar takmarkanir ekki. Það er að mínu mati engin ástæða til að hafa þessar veiðar í takmörkunum. Hrein vitleysa meðan átvinnuástandið er svona.

Ólafur Örn Jónsson, 17.4.2011 kl. 20:05

4 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ólafur ekki veit ég draumaheimi þú lifir   Hafró getur ekki hugsað sér að mæla með aukningu núna þegar þorskur flæðir um allann sjó. Okkar skipa floti með 200 þorsk dögum og 20 % af þorski hina dagana myndi auka þorsk aflann um helming.  þú þyrftir að fara með bílhlass af róandi niður Hafró .   Ef við setjum þetta í samhengji þá eru um 80% af Frystitogaraflotanum með um 12-15% af þorski í ársaflanum.  Ég er öruggur um að þú hafir verið með yfir 25% af þorski  í heildaraflanum hjá þér á sóknarmarkinu.

Það sem ég er að reyna að koma til skila að það skiftir engu máli hvort það er sóknar mark eða aflamark.  Það verður að að vera þjóðaratkvæðagreiðala um kenningar Hafró og stefnuna í nýtingu fiskistofna.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 18.4.2011 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband