Breyting í Sóknarmark við fiskveiðistjórnun er leiðin að NÝJU OG BETRA ÍSLANDI

Mesta spilling og óréttlæti sem átt hefur sér stað í okkar þjóðfélagi síðastliðin 20 ár á rætur að rekja til Kvótakerfisins og frjálsa framsalsins. Gegnum árin hafa menn fram af mönnum reynt að láta í ljós skoðanir sínar og bent á gallana við Kvóta stýringuna en ekkert hefur fengist breytt. Nú ristir þessi spilling svo djúpr að varla er Alþingi sjálfrátt um að bregðast við vilja þjóðarinnar um afnám kerfisins.

Nú erum við strönduð í leið okkar að settu marki Nýtt og betra Ísland og hef ég meira og meir á tilfinningunni að öfl sem við vildum losna við séu að ná aftur undurtökum í þjóðfélaginu og virðast ætla að láta kné fylgja kviði og ná hér aftur lykil stöðu í sjálftöku á fé og völdum. 

Eitt megin verk okkar til að skapa hér Nýtt og betra Ísland væri að afnema kvótkerfið og koma hér á Sóknarmarki með allan fisk á markað fyrirkomulagi. Þetta myndi sannanlega færa auðlindina nær þjóðinni og  auka flæði peninga út um æðakerfi samfélagsins. Þetta myndi þagga niður í þeim sem í valdi illa fenginna peninga tekna að láni út á hugtakið kvóti hafa staðið í vegi fyrir eðlilegri þróun samfélagsins hvað búsetu og launa jöfnuð áhrærir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband