ENN FARA LÍÚ MENN FRAM MEÐ FREKJU OG ÓBILGIRNI OG HALDA NÚ SA OG ASÍ Í GÍSLINGU.

Alveg er einstakt að fylgjast með rökleysunni sem vellur upp úr Vilhjálmi Egilssyni þegar hann er að reyna að réttlæta hegðun sína og LÍÚ manna. Það er ekkert annað í gangi hjá þessum mönnum en að fara á eftir Ríkisstjórninni og þjóðinni. Þeir ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að reyna  þvinga fram áframhaldandi kvótakerfi og koma í veg fyrir að hér verði breytt um kerfi og sett Sóknarmark.

Ríkisstjórnin skuldar útgerðinni ekkert. Nú er að gera úr garði þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem við kjósum um annars vegar samningaleiðina og hins vegar Sóknarmark. Ekkert annað er réttlætanlegt. 

 Það verður að afnema þetta Kvótakerfi og taka hér upp Sóknarmark til að hér geti þróast áfram Lýðræði. Svona bolabrögð eins og við höfum orðið vitni að mega ekki eiga sér stað. Svona geta menn ekki hagað sér eftir að hafa orðið sannanlega valdir að Hruninu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú átt við Færeyska kerfið? Líst afar vel á það.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2011 kl. 20:04

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Ólafur Örn, þetta er góð grein hjá þér, það er mikið til í þessu sem þú segir.

Það má nú kannski segja að Vilhjálmur Egilsson fari vel í vasa hjá LÍÚ

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.4.2011 kl. 23:11

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já sælir strákar þakka ykkur athugasemdirnar.

Já Jón Steinar eða íslenska kerfið. Staðreyndin er að við eigum eitt besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi sem byggir á Sóknarmarki. Það kerfi var mótað þann tíma sem það var við líði og var orðið mjög þjált í notkun.  Besta við Sóknarmarks kerfi er að það stjórnar sér sjálft og þarf ekki 100 manna lögreglusveit að eltast við sjómenn eins og við sjáum í Kvótakerfinu. Og spilling bara þrífst ekki innan slíks kerfis og í það veljast þeir sem kunna að fiska og hafa gaman af því sem þeir eru að gera og bera virðingu fyrir hvor öðrum og miðunum eins og vera ber.

Þakka þér Sigmar já fellur eins og flís við rass

Ólafur Örn Jónsson, 17.4.2011 kl. 00:19

4 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég er sammála að þjóðin skuldar LÍÚ ekki neitt.Ég hef átt margar stundir í félagsmálum sjómanna.Í samningamálum hafa útgerðarmenn sýndt sitt aðalsmerki,sem var táraflóð.Þeir grenjuðu til ríkisstjórnarinnar,yfir því hvað sjómenn væru vondir,þeir heimtuðu alltaf meira og meira.Enda fengu þeir(útgerðarmenn)allt í gegn með gráti sínum.Allt frá því að þeir fengu alskonar sjóðakerfi.Til að nefna stjórnfjársjóð,olíusjóð og margt fl.Til greiðslu í þessa var alltaf tekið af óskiptu.

 Nú þegar táraflóðið dugar ekki,hafa þeir í áróðri sínum breytt aðferðum sínum í hótunum og frekju.Ég segi að þeir ættu að fara greiða skuldir sínar og þeigja.

Vilhjálmur hjá SA, sem hefur bundist þeim sterkum böndum,er að telja fólki trú um að útgerðin þurfi að fá að vita eitthvað  hvernig breyting verður á fiskveiði- stjórnarkerfinu,vegna þess að þeir vilja ekki fjárfesta.Um það að segja þá liggur það ljóst að það þarf ekki að fjárfesta mikið þar,vegna þess að kvótinn er ekki stærri en það að flotinn ræður við að veiða hann.Því þarf ekki að fjárfesta í nýjum bátum eða skipum.

 Annars get ég ekki skilið að nýjar vegalagnir eða nýjar snjóflóðalagnir eigi að létta undir atvinnuleysinu.Snjóflóðavarnir kalla eftir 2-3 ýtustjórum,og við vegalagnir eru hér nokkrir vörubílstjórir og ýtustórar,sem fá vinnu.Þetta léttir ekki undir atvinnuleysisins að neinu leyti. 

Þjóðin verður að þagga niður í Vilhjálmi og hans liði,og yfir taka allt það,sem þjóðin hefur veitt þeim í kringum árum.Hún er búin að tapa nálægt því,sjálfstæði sínu og stolti,og ég að veðsetning kvóta hafi verið upphafið,af öllu því öngstræti,sem hún er að glíma við.Það verður að stokka spilin upp á nýtt.

Ingvi Rúnar Einarsson, 17.4.2011 kl. 00:53

5 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Ingvi ég var með þeim á samningafundum og fylgdist með þegar við vorum nánast að rífa af þeim neglurnar til að fá fría vasahnífa fyrir strákana svo mikill var vællinn. Núna hefur verið í lagi að leysa menn út með milljarða útborgunum sem tekin eru að láni út á veðsetningar. Hvernig á svona vitleysa að geta gengið?

Og sjáðu annað. Nánast enginn starfandi sjómaður segir orðið orð í blöðum og ég reyndar efast um að þeir þori að segja orð í borðsalnum nema "halelúja kvótakerfið". Þannig er búið böðlast á sjómönnum ´hjá mörgum útgerðum.

Ólafur Örn Jónsson, 17.4.2011 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband