16.4.2011 | 18:17
ÞAÐ ER Á ÁBYRGÐ KYNSLÓÐANNA AÐ SKILJA EKKI EFTIR SIG SKÍTINN!
Það er dæmi um góðan veiðimann að hann sýnir öðrum veiðimönnum þá virðingu að skilja við veiðistað eins og hann kom að honum. Eins er með okkur kynslóðirnar við getum ekki skilið eftir okkur það sem miður fór í okkar umgegni um samfélagið. Ég get ekki hugsað mér að yfir gefa sviðið án þess að losa þjóðina við spillinguna og frekjuna sem umvefur kvótakerfið og það fólk sem einokar auðlindina.
Við eigum rétt á að fá að velja hvort hér verður notað áfram Kvótakerfi eða horfið aftur til Sóknarmarks sem reyndist svo vel hér áður. Eftir frumhlaup LÍÚ manna í aðkomu þeirra að almennum kjarasamningum MÁ ALLS EKKI SKILJA auðlindina eftir í einokun þessa fólks sem skuldsett hefur greinina eins og raun ber vitni.
AFNEMUM KVÓTAERFIÐ OG SETJUM HÉR SÓKNARMARK
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.