Árið 1984 átti Íslenska þjóðin sömu möguleika og Noregur að verða ríkasta þjóð í heimi. En þá var gerð örlagarík aðför að Lýðræðinu þegar Halldór Ásgrímsson gekk erinda fárra Sambandsfrystihúseigenda og knúði fram breytingar á fiskveiðistjórninni. Sett var til reynslu í eitt ár kvótakerfi alveg upp úr þurru. Það var enginn að kvarta yfir sóknarmarkinu eða mæla með að settur yrði kvóti bara baktjalda makk. Þjóðfélagið var í mikilli uppsveiflu við byggðum Borgarspítalann og Breiðholtshverfið álver og sigöldu við vorum rík þjóð og framtíðin blasti við.
En þá komst græðgin að og Davíð Oddsson sem var búin að sýna sitt rétta andlit í Borgarmálum og afskiptum af útgerð í borginni komst á þing undir kjörorðinu að "moka framsóknarflórinn". En hann braut gegn kjósendum sínum og hóf stjórnarsamstarf með Framsóknar flokknum og Sambandinu sem var að ríða sér til húðar á þessum tíma. Þarna hófst mesta niðurlægingar skeið íslensku þjóðarinnar sem varði í 18 ár. Ekki einatt var hafin svika rúlletta útgerðar og banka heldur átti að stjórna öllum straumi peninga sem út úr rúllettunni kom. Hrunið var óumflýjanlegt.
Menn sem að veikum mætti reyndu að benda á það ófremdar ferðalag sem við stefnum í voru annað hvort hrópaðir niður eða þeir reknir úr stöðum sínum og allt gert til að einangra þá í þjóðfélags umræðunni. Lýðræðið og mannréttindi voru þver brotin og ekki hlustað á ákúrur frá mannréttinda dómstól sameiniðuþjóðanna. Allt var notað til að slá ryki í augu almennings og peningum dælt í hagfræðideild HÍ til að standa fyrir lyga áróðri til verndar kvótanum og því peninga bulli sem var í gangi í kringum matador peninga kvótans.
Nú þegar þjóðin er að skríða upp úr rjúkandi rústum Davíð-ismans eru LÍÚ menn sem sannanlega báru mesta ábyrgð á hruninu með hegðun sinni í kvóta ruglinu tilbúnir að reka rýtinginn í Ríkisstjórn landsins sem elur þau til að tryggja áframhaldandi Kvótakerfi þó að allir hugsandi menn sjái að það þýðir aðeins eitt. ANNAÐ HRUN.
það má ekki ske að í annað sinni séu aðvaranir okkar sem reyndum og reynum enn að benda á ógnina, óhagkvæmnina og óréttlætið sem þessu kerfi fylgir látnar sem vindur um eyrun þjóta. Noregur situr nú sem ein ríkasta þjóð í heimi þegar við sem áttum alla möguleika að vera þeim samhliða berjumst í bökkum með auðlindina í höndum hrotta sem veigar sér ekki við að standa í hótunum við þjóðina og rétt kjörna Ríkisstjórn. Svei þessari valdagræðgi.
AFNEMUM KVÓTANN OG SETJUM HÉR SÓKNARMARK!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.