LÍÚ LÉT VERÐA AF HÓTUNINNI VIÐ ÞJÓÐINA _ EKKI SAMIÐ

Ógeðsleg frekja Þorsteins Má náði fram að ganga og má þjóðin núna vita að meðan kvótakerfið er hér áfram við lýði þá skulum við sitja og standa eins og þessi böðull skipar. Aldrei hefur þjóðin séð aðra eins valdagræðgi og verið sýnd önnur eins fyrirlitning eins og LÍÚ hefur sýnt þjóðinni með framkomu sinni að undan förnu. Fyrst var okkur hótað að skipunum skyldi siglt í land tvívegis og síðan sett upp þetta plott að reyna að knýja Ríkisstjórn landsins til hlýðni með hótunum á almennum vinnumarkaði.

Nú á þjóðin kröfu á að fá að kjósa um annars vegar þetta sauðspillta kvótakerfi eða Sóknarmark annað er ekki boðlegt. Þjóðin getur ekki þolað að samtök sem búin eru að einoka sjávarauðlindina án þess að skilað neinu til þjóðarinnar öðru en stórfelldum skuldum og afskriftum standi í hótunum við réttkjörna Ríkisstjórn landsins og standi síðan í vegi fyrir langtíma samningum til að þrýsta á að farið verði að vilja þeirra við ákvörðun fiskveiðistjórnunnar.

Þjóðin hefur ekki ótakmarkaða þolinmæði fyrir þessa kóna sem hafa farið illa með yfirráðaréttinn yfir auðlindinni. Í stað þess að þjóðin hafi lagt fyrir eins og siðaða manna þjóðir gera með auðlindum sínu hafa þeir aðilar sem fara með sjávarútveginn skuldsett útgerðina þannig að enginn leið er að hér verði nokkur afgangur fyrir samfélagið næstu 15 ár ef þessu kerfi verður haldið áfram. Ef þessu kerfi yrði aftur á móti hætt núna og tekið upp Sóknarmark þar sem nýjum hugsunum yrði hleypt inn og farði að veiða fiskinn og skila honum í land ætti þjóðin að vera farinn að safna til framtíðar eftir innan við 5 ár. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Verst er að mér sýnist ríkisstjórnin vera að kroppa smám saman flest það skársta og bitastæðasta út úr þessu nýja frumvarpi sem tekið hefur tvö ár að semja. Vinstri grænir hefðu betur verið einum þingmanni færri og Björn Valur setið heima.

Árni Gunnarsson, 16.4.2011 kl. 09:52

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Árni ég er ekki maður þessarar stjórnar en þau væru þó vís með að gefa okkur kost á að kjósa um kvótakerfið áður en yfir líður.

Ólafur Örn Jónsson, 17.4.2011 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband