Bjarni Ben missteig sig ... þjóðaratkvæðagreiðslur eru ekki vantraus á Ríkistjórnir

Því miður sýndi Bjarni veikleika merki eftir að hafa tekið hugrakka ákvörðun um að styðja Icesave III en hann mælti líka með þjóðaratkvæðagreiðslu. Það var nóg til að sýna að hann hafði styrk til að treysta þjóðinni fram yfir sína sannfæringu. Við erum að reyna sem þjóð að endurheimta Lýðræði sem týndist í tíð Ríkistjórnar Davíðs Oddsonar. Því miður eins og kemur fram í "Rannsóknarskýrslunni" er spilling og klíkuskapur orðinn svo rótgróinn í kringum valdastofnanir þjóðfélagsins að þjóðin treystir ekki Alþingi. Fólkið vill fá að koma að mikilvægum ákvörðunum.

Sá mikli áhugi almennings á þjóðmálum og sú mikla þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni á að vera áskorun til stjórnmálamanna að nýta þennan mikla áhuga og nota þjóðaratkvæðagreiðslur sem æðsta stig Lýðræðisins. Þjóðin vill ekki flokkadrætti og klíkuskap. Þjóðin vill ekki að hagsmunasamtök til hægri og vinstri séu að hafa áhrif á ákvarðanatökur á þinginu. Þjóðin vill beint Lýðræði og stærsti stjórnmálaflokkur landsins á að skynja þetta og aðlaga störf sín eftir því eins og Bjarni Ben gerði svo réttilega með stuðningi við Icesave III á tvennan hátt með stuðningi og með að mæla með að samningurinn færi fyrir þjóðina.  

Þjóðinni er ekki einatt nauðsyn að losna við Davíð-ismann úr þjóðmálunum heldur þarf að losna við Davíð-ismann úr Sjálfstæðisflokknum. Það þarf að sópa út í horn í Valhöll og fara með ruslið eins og geislavirkan úrgang og henda því þar sem aldrei bólar á því aftur og skaðlegir geislar þess slokkna.

Frammámenn í Sjálfstæðisflokknum verða að hrista af sér útgerðamanninn sem situr eins og púki á öxl flokksins og hefur sannanlega leitt flokkinn af leið. Sjálfstæðisflokkurinn á sitt eigið fiskveiðistjórnkerfi sem reyndist okkur vel og sátt var um. Sóknarmark sem féll að stefnu flokksins að "setja frelsi einstaklingsins í fyrirrúm". Frekar en Ríkistjórnin nær ekki árangri ef hún gerir ekki neitt þá breytist Sjálfstæðisflokkurinn ekki ef ekkert er gert í að þvo burt skítinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband