KVÓTINN SPILAPENINGAR Í RÚLLETTU GRÆÐGINNAR

 Þetta er að skýrast hvernig spilað var á íslenska bankakerfið í upphafi veðsetninga á kvótum. Það er jú sagfræðilega þekkt fyrirbrigði hvernig geymsla á Gulli varð upphaf peningaseðlanna og má segja að Gull sé enn hornsteinn gjaldeyris stórþjóðanna þótt margt fleira komi nú orðið til. Kannski má segja að okkar gull (fasteign) voru húsin okkar og mannvirki studd af auðlindunum sérstaklega raforku og hita.

En með því að fá að framselja kvóta töldu "kvóta eigendur" að þeir "ættu"sjávarauðlindina og gætu farið með hana eins og sitt Gull. En óveiddur fiskur er og verður aldrei Gull! Það á eftir að staðsetja og veiða, borga áhöfn og gera upp olíu og kostnað. En þetta var ekkert haft með í myndinni  þegar menn voru að hámarka sjálftökuna af peningum út úr bankakerfinu. Heldur var sett verð á kvótann eins og um Gull væri að ræða og allt markaðsvirði úthlutaðs kvóta lagt að veði á því verði sem kvótakaupendur voru tilbúnir til að borga í sveltum markaði. 

Hvaða verð var á sveltum kvóta-markaði. Jú menn þurftu að eiga lítilræði af þessari og hinni tegundinni til að geta náð í þann kvóta sem eftir var af t.d. Skötusel eða  Grásleppu og menn jafnvel að bæta lítillega við þorsk hjá sér til að ná inn óveiddum Ufsa eða Karfa. Eftir spurn var miklu meiri en framboðið. En þannig varð það að vera fyrir spekúlantanna sem byggðu á veðsetningunum. 

Þeir sem komu þessu á og voru fyrstir að notfæra sér þetta kunnu hvernig með þessu var hægt að byrja að veðsetja kvótann og fá þar með fé til að kaupa meiri kvóta sem aftur var veðsettur og varð að eign í bankanum sem síðan varð að láni til fjárfestinga kannski erlendis í arðvænlegum rekstri. Allt gert útá veð í óveiddum fiski sem útgerðin fékk úthlutað í upphafi. Þeir sem höfðu selt kvótana tóku að sjálfsögðu líka þátt í þessu og þeirra peningar fóru sömu leið aftur inní bankann og sköpuðu eign í bankanum eins og um raunverulegan pening væri að ræða sem síðan var hægt að margfalda í lántökum til fyrirtækja-kaupa. Allur þessi snjóbolti sem við horfðum á velta uppá sig voru bara sjónhverfingar með kjölfestu í engu. 

Nú þegar þjóðin vill byggja hér upp heilbrigt þjóðfélag verður að skera á þetta mein sem stendur eins og hnífur í hjartastað bankanna og fjármála umhverfisins. Heftir afrakstur af sjávarauðlindinni og skekkir allt þjóðfélagið. Best er að skipta út þessu Kvótakerfi sem er upphaf alls sem miður hefur farið og kemur í veg fyrir framtíðar bata. Taka hér upp sóknarmark og leyfa mönnum að bjarga sér á eiginverðleikum. Alþingi á ekki að þurfa að bíða eftir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu til að skilja að þessum skolla leik með kvótann er lokið. VIÐ VILJUM NÝTT OG BETRA ÍSLAND NÚNA!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband