10.4.2011 | 13:37
ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLAN ER AFSTAÐIN "end of story".
Afgerandi niðurstaða liggur fyrir, þjóðin hefur talað. En við verðum að kunna að halda áfram. Þessi þjóðaratkvæðagreiðsla snerist um ICESAVE hún snerist ekki um ríkistjórnina og ekki um nýjar kosningar. Þjóðin er ekki klofin! Forsætisráðherra má alls ekki segja að þjóðin sé klofin. Ef atkvæðagreiðslan segir að þjóðin sé klofin þá er hún að segja að Ríkisstjórnin sé fallin. Þjóðin hefur afgreitt þetta mál fyrir þingið og nú verður að halda áfram, snúa sér að næsta máli og leysa þá erfiðleika sem að os steðja.
Þetta var þjóðaratkvæðagreiðsla um visst mál og ég vona svo sannarlega að Alþingi skilji að hér eftir verða fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur um átaka mál sem snerta þjóðina. Það verður að gera ráð fyrir þeim þjóðin vill ráða ráðum sínum. Þær koma ekki til að snúast um líf Ríkisstjórna heldur þarf Alþingi og Ríkisstjórnir greinilega á leiðbeinandi hönd yfirmanna sinna að halda.
Nú snýr Ríkisstjórnin sér að öðrum verkefnum og þarf að auka hér hagvöxt og flæði peninga. Sannað er að hér syndir miklu meiri fiskur fyrir dyrum en við höfum gert ráð fyrir í niðurskornum ráðleggingum Hafró/LÍÚ. Byrja á að gefa handfæraveiðar frjálsar þegar í stað, stór auka kvótann til kvótalausra útgerða og setja lög um allan ferskan fisk á markað. Bara með þessum aðgerðum mun atvinnulífið hringinn í kringum landið spóla af stað og við munum sjá "hagvöxt fólksins" vaxa,sem er okkur mikilvægast. En það þarf að gera hlutina. Þú fiskar ekki á morgun það sem þú getur fiskað i dag!
Nú heyrist að takmarka beri völd forseta til að koma á veg fyrir að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu? Þetta fólk sem svona tala er að tala gegn lýðræðinu. Þjóðin treystir ekki stjórnmálaflokkum, þjóðin treystir ekki stjórnmálamönnum og þjóðin treystir ekki Alþingi. Það er búið að bera fé á þetta fólk og það er spilling í gangi þegar þjóðarvilji speglast ekki í gerðum þingsins. Þetta þarf að uppræta með rótum. Þangað til þarf fólkið að geta leiðbeint þingi og stjórn. Forsetinn er bjargvættur þjóðarinnar í þessu ástandi. Næst er það kvótakerfið það þarf að kjósa um annað hvort KVÓTAKERFI / SÓKNARMARK ekkert annað kemur til greina. ÞJÓÐIN VILL NÝTT ÍSLAND!
Athugasemdir
Heill og sæll Ólafur, þetta er góður pistill hjá þér eins og svo oft áður.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 10.4.2011 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.