9.4.2011 | 15:16
Hver borgaði kr. 2,3 milljarða óreiðuskuld SKINNEY/ÞINGANES ?
Eins og bankarnir hafa mörg útgerðafyrirtæki safnað óheyrilegum skuldum. Með smá fyrirkomulagi kom útgerðafyrirtæki á Hornafirði sér upp skuld við Landsbankann. Til að vera öruggir að að ná til sín því fé sem plottið gekk út á greiddu eigendurnir sér út kr. 2,6 milljarða hagnað fyrir árið 2009 en árið 2010 í fyrra afskrifaði Landbankinn kr. 2.3 milljarða til dóttur fyrirtækis fyrrnefnds fyrirtækis.
Hérna var með sjónhverfingu settar skuldir óreiðumanna inní nýja Landsbankann og var þetta plott gert fyrir allra augum.
Alvarlegi hlutinn varðandi þessar skuldir útgerðarinnar er að ekkert annað er í stöðunni en að hundruð milljarða stefna sömu leið.
Hvað er til ráða? Það er búið að segja okkur að Kvótakerfið sé svo hagkvæmt? Hvaðan koma þá þessar skuldir? Jú þetta eru skuldir teknar út úr bönkunum með veði í úthlutuðum kvótum. Nú þegar fyrirliggur að þjóðin verður að taka yfir mikið af þessum skuldum renna ekki kvótaúthlutanirnar veðin aftur til þjóðarinnar? Svona slær þjóðin tvær flugur í einu höggi losnar við óreiðumenn og getur gefið úppá nýtt í sjávarútvegi. Af hverju að gera hlutina flókna?
500 milljarða skuldir útgerðarinnar segja mér að útgerðin er tæknilega gjaldþrota eftir 27 ár í kvótakeri. Leggjum niður þetta kerfi og tökum upp Sóknarmark og hættum að borga skuldir óreiðumanna. Meira segja Davíð er sammála þessu.
PS vona að FANTURINN veri ekki sendur á mig aftur Davíð :-))
Athugasemdir
Skuldir sjávarútvegsfyrirtækja eru taldar um 600 milljarða.-Nú er klifað á því,að vegna óvissu í fiskveiðistefna,geta útgerðafyrirtæki ekki fengið lán til að fjárfesta í viðhaldi eða í nýjum skipum.
Maður veltur fyrir hinni stórfelldu skuldasöfnin útgerða.Við hvert uppgjör kemur fram að það sé hagnaður,og því sé rétt að greiða út arð,þrátt fyrir stórskuld fyrirtækisins.Hér á að skylda fyrirtækin að greiða niður höfuðstól,ef einhver hagnaður er.
Menn velta því fyrir hvers vegna skuldirnar eru svona miklar,en skýringar eru sjálfsagt þessar.
Lán til að kaupa kvóta.
Lán til að kaupa hlutabréf,utan rekstrasviðs.
Greiddur út arður,þrátt fyrir miklar skuldir.
Það þessu sögðu tel ég að við endurskoðun á fiskveiðistefnunni,á að rannsaka hvert og eitt fyrirtæki í sjávarútvegi.Og úthluta kvóta til þeirra,eftir rekstri og framsali á kvóta.
Ingvi Rúnar Einarsson, 9.4.2011 kl. 16:18
Já Ingvi það er það sem þarf að gera. Rannsaka ferli hvers fyrirtækis fyrir sig og sjá hvernig þessar skuldir urðu til og bregðast við í hverju tilfelli fyrir sig.
Mín skoðun er að það verði að skera á þetta kerfi og hætta svona úthlutanir. Þetta gengur aldrei. Sóknarmarkið er svo mikið einfaldara og er sjálfbært fyrir nýja aðila að komast inní greinina. Í þessu kerfi fjarlægjast þessi fyrirtæki alltaf sjósóknina.
Ólafur Örn Jónsson, 9.4.2011 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.