Þjóðaratkvæðagreiðsla er samskipta form Alþingis við yfirboðara sinn þjóðina. Alþingi er þjónustustofnun við þjóðina og á að fara í einu og öllu eftir vilja þjóðarinnar hvenær sem er og í hvaða máli sem er. Þetta verður að vera kristal tært í hugum allra sem gefa kost á sér til setu á Alþingi. Það má ekki undir neinum kringumstæðum fremja einhvers konar samsæri eða plott meðal Alþingismanna í þeim tilgangi að koma fram málum á Alþingi sem stríða gegn vilja þjóðarinnar.
Þjóðaratkvæðagreiðsla er ekki refsivöndur á Alþingi eða Ríkisstjórn heldur út rétt hönd þjóðar til að leiðbeina Alþingi um vilja þjóðarinnar og hefur ekkert með það að gera hvort Ríkisstjórn stendur eða fellur. Alþingi er kosið til fjögra ára og ekkert nema stjórnar kreppa eða neyðaraðstæður geta kollvarpað þeim hlutföllum sem ríkja þann tíma.
Íslendingar eru komnir af fólki sem sætti sig ekki við ofríki Noregskonungs og frekar en að lúta honum vörpuðu þeir skipum úr vör og skildu eigur sínar eftir og sigldu á haf út. Óvissan var betri en að lúta kúgun einræðis. Þetta fólk kom út til Íslands og bjó sér þar eitt fallegasta Lýðræðis þjóðfélaga í heimi þar sem þeir komu saman og réðu ráðum sínum.
Lýðræðið er einn maður eitt atkvæði! Þótt þú getir sett upp 10 glæru show til að sýna þjóðinni að þú sért sætur og klár og rosalegar ríkur hefur þú ekkert meiri rétt en eignarlaus ógæfumaður sem villst hefur að braut í þjóðfélaginu einhverra hluta vegna.
Á engan hátt má hafa áhrif á alþingismenn í þeim tilgangi að sveigja þá til að ganga erinda annarra en snerta þjóðarheil.
Einstaklingar og stjórnmálaflokkar mega ekki undir neinum kringumstæðum taka við greiðum eða fjármagni sem rétt er fram í þeim tilgangi að breyta eða skekkja skoðaðan myndun þingmanna og fá þá til að ganga erinda annarra en þjóðarinnar sem kaus þá. Ef tekið er við slíkum framlögum sem fela í sér einhverskonar kvaðir er það gegn Lýðræðinu og ekkert nema spilling.
Málfrelsið er hornsteinn Lýðræðis. Því miður þótt ótrúlegt megi virðast er ástæða til að setja í stjórnarskrá Lýðveldisins nákvæmari og strangari ákvæði gegn öllum aðförum að málfrelsinu. Ekki má líðast að hægt sé að hefta umræðu um viss þjóðfélags mál með hótunum um hverskyns aðfarir gegn viðkomandi eða samtökum.
Lýðræðið kemur okkur öllum við hver hefur sína túr í hjartanu en Lýðræðið eigum við sameiginlega í hjörtum okkar allra og þótt við tökumst á eins og í dag er það til að sætta okkur og sameina í þeirri vissu að Lýðræðið "þjóðin" hefur talað. Það er sáttin það er Lýðræðið það er vellíðan.

ansigu
floyde
skagstrendingur
fridaeyland
georg
mosi
gmaria
keli
kreppan
johanneliasson
jonatlikristjansson
islandsfengur
joningic
fiski
jonmagnusson
bassinn
thjodarskutan
kallimatt
natthagi
kristinnp
kristjan9
wonderwoman
lydurarnason
nilli
njallhardarson
omarbjarki
huldumenn
rlord
samstada-thjodar
seinars
nafar
sigurfang
siggith
stefanbogi
saevarh





Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.