JÓHANNA sló bruðið sverðið úr höndum LÍÚ

LÍÚ hefur opinberlega sagt þjóðinni sem alið hefur önn fyrir þessu fólki stríð á hendur. Ekki þorðu þeir að beita flotanum en í staðinn fundu þeir nýtt byssu fóður "almenning í landinu" sem þeir ætla sér að nota sem púður i stríðinu við íslensku þjóðina.

Jóhanna gerir rétt að loka fyrir svona þvinganir og slá vopnin úr höndum LÍÚ manna og vonandi er Ríkisstjórnin nógu staðföst til að lát þessa menn framfylgja hótun sinni og reka þjóðina á hold með stríðstólum sínum. Kannski það veki okkur upp að þessum kvóta svefni og fólk sjá hvað kvótakerfið (einokun auðlinda) gerir fólki. 

Nei hér verða menn að opna augun fyrir því að innan raða LÍÚ er lítill öfga hópur sem náð hefur öllum ráðum í samtökunum og teygjast angar þessara manna inní stjórnmálaflokka og eru þar að seilast eftir alræði til að geta stjórnað hér öllu ekki eingöngu fyrirtækjum og stofnunum heldur vilja þessir menn stjórna allri skoðana myndun í þjóðfélaginu með góðu eða illu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég held að þetta sé vitað en fáir þora að ræða, slíkur er máttur LÍÚ.

Sigurður I B Guðmundsson, 8.4.2011 kl. 14:59

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Sigurður einstaklingar og fyrirtæki eru undir smásjá Þorsteins Má sem vaktar alla umfjöllun um LÍÚ  og kvótann. Síðan 1993 hefur verið farið á eftir fólki og vegið að því úr launsátri með atvinnu missi og viðskipta þvingunum. 

Einhverra hluta vegna hefur Þorsteini tekist að flykkja útgerðaraðilum að baki sér á seinni árum og telur hann sig nú nógu öflugan að fara gegn ríkjandi réttkjörinni stjórn. Þetta er skipulegt plott og má ekki líðast að hér verði farið gegn Lýðræðinu með þessum hætti.  

Vonandi nær Stjórnlagaráðið að hnýta svo vel um mannréttinda kafla stjórnarskrárinnar að svona framkoma verði ekki liðin í framtíðinni. Málfrelsið verður að vera varið til hins ýtrasta svo menn líði ekki fyrir skoðanir sínar.

Ólafur Örn Jónsson, 8.4.2011 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband