Afnám KVÓTANS margfalt meiri hagsmunir á við ICESAVE

Núna eru LÍÚ menn búnir að keyra plott sitt til að ná yfir eignarréttinum á kvótanum í 18 ár. Með því að, hafa brotið niður alla umfjöllun gegn kvótanum, rutt mönnum úr vegi og borið fé í menn til að blása upp útúrsnúninga og lygi, eru þeir búnir að koma sér í þannig stöðu að þeir telja sig geta krafist þess að Ríkisstjórnin stoppi alla viðleitni til að skera á óréttlætið sem fellst í kvótakerfinu.

Með hótunum um að "stoppa veiðar" og núna að "koma í veg fyrir almenna kjarasamninga" sýna þeir okkur að þeir eru í raun tilbúnir í stríð við þjóðina sem elur þá. það er greinilegt að því lengur sem líður á kvóta tímabilið því meira hnikar siðferðinu. Þetta fólk er dottið úr tengslum við samfélagið og ber ekki skyn á það sem er að gerast í landinu. Þau skuli fitna á meðan fólkið sveltur og tekur á sig auknar byrðar. 

Þjóðin þarf að gera sér grein fyrir hvílíkur skaði það er að halda gangandi þessu kerfi og hvílíkir hagsmunir felast í því að ná aftur yfirráðarétti yfir auðlindinni og setja hér á Sóknarmark. Frjálsar handfæra veiðar og allur fiskur á markað mun stór auka útflutnings verðmæti og peningar munu aftur byrja að flæða út um æðar samfélagsins. Í stað þessa að hafa hér gervi gróða útgerðarisanna sem liggja uppá bönkunum yrði hér hagvöxtur fólksins og við sæjum byggðarlögin blómstra.

Í stað þess að halda fólki uppi út um allan heim sem gengur um með milljarða í vasanum frá þjóðinni eftir að hafa selt eitthvað sem þjóðin átti munum við getað borgað niður skuldir samfélagsins og sett til hliðar í varasjóð. Við munum standa í skilum með það sem okkur ber í samskiptum við erlend ríki og lánastofnanir og eiga afgang til að halda áfram uppbyggingu okkar góða þjóðfélags eins og við gerðum fyrir Davíð-ismann. 

Það besta við að losna við Kvótakerfið væri að fá aftur okkar góða samfélag sem byggðist á heiðarleika, réttlæti og mannvirðingu í stað græðgi, eiginhagsmuna gæslu og niðurlæingar. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband