HÓTUN VIÐ RÍKISTJÓRN ER HÓTUN VIÐ ÞJÓÐINA

Gerir hinn almenni útgerðamaður sér grein fyrir hvað samtökin eru að gera? Vilhjálmur Egilsson er í krafti SA að hóta því að lama alla atvinnustarfsemi í landinu ef ekki verður gengið að kröfum LÍÚ! Kröfum sem lýsa þvílíkri frekju og yfirgangi að aldrei hafa nein hagsmunasamtök sýnt þjóðinni aðra eins fyrirlitningu.Afnema verðu kvótann núna strax annars gengur plottið upp að ná réttarstöðu gagnvar þjóðinni.

Ríkisstjórnin og Alþingi verða nú að gera upp hug sin hvort hér á landi á að ríkja LÝÐRÆÐI EÐA FÁRÆÐI. Ef LÍÚ kemst upp með þessa frekju er kemur fram í hótunum þeirra núna er þjóðin búin að missa LÝÐRÆÐIÐ. Ég þarf ekki að lýsa því hvernig þjóðfélag það verður sem hér verður ríkjandi þegar allur arður af auðlindinni er kominn á þessara fárra manna hendur eða í hendur einhverra auðmanna erlendis.

það er greinilegt að þeir sem ætla með þessum bolabrögðum að eigna sér kvótann og lífsbjörgina hafa ekki hugsað sér að búa hérna. Í Suður Ameríku eru þjóðfélög þar sem FÁRÆÐI ríkir eins og við sjáum fyrir okkur hérna en þar býr auðfólkið í rammgerðum húsum umkringdum 3 metra háum veggjum með stálstöngum ofaná eða glersáldri. Aldrei sést þetta fólk á götu en keyrir um í brynvörðum bílum með vopnaða verði. Á þetta að vera hið Nýja Íslands LAND GRÆÐGINNAR. 

Afnema þarf kvótakerfið til að höggva á þetta ferli og ná stjórn á landinu. Þjóðin verður að fá að stjórna því hvernig auðlindin er nýtt annað er ekki boðlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband