5.4.2011 | 09:22
RÍKISSTJÓRNIN Í OPINBERRI HEIMSÓKN Á VESTFJÖRÐUM
Nú þegar í fyrsta skipti er haldinn ríkistjórnar fundur á Vestfjörðum er von að Ríkistjórnin hristi nú af sér slenið í atvinnumálum og opni með reglugerð fyrir frjálsar handfæraveiðar sem taki gildi þegar í dag. Hlýtur að vera hægt að fóðra það sem neyðarlög.
Það hlýtur að vera nóg sönnun þess að við sem talað höfum fyrir aukningu aflaheimilda höfðum rétt fyrir okkur nú þegar netarallið er að sýna mestu veiði frá upphafi. Hver fréttin af annarri hefur bent til þess að hér væri um stóra göngu af þorski á ferðinni en nú er þetta sannað og engin ástæða fyrir Ríkisstjórnina önnur en að fara að slaka til í úthlutun aflaheimilda.
Allir sem vit hafa á vita að handfæraveiðar þar sem t.d. einn maður 4 rúllur í 6 tonna trillu geta aldrei eytt eða skaðað fiskstofnana. Það var bara eitt skref í plotti þeirra manna innan LÍÚ sem ætluðu fiska, á "veð í bönkum" í stað aukinn fisk sem varð þess valdandi í upphafi að settur var kvóti á handfæraveiðar. Ekki mátti trufla verðmyndun á kvótanum. Allur veiddur fiskur varð að vera í Kvóta.
Það yrði söguleg stund og virðingarauki fyrir Ríkisstjórnina ef hún tæki af skarið á þessum táknræna stað og lyfti þar með þessu byggðarlagi sem stendur í nálægð við ein auðugustu þorsk-mið í heimi upp í það hásæti sem þetta fólk á heima. Leyfum þessum vinnufúsu höndum að leggja hönd á plóg og hjálpa þjóððinni út úr þeim kröggum sem hrunið kom okkur í.
Eitt ber að skoða þegar við fáum allan þennan fisk inná miðin. Af hverju var ekki gert ráð fyrir þessari stóru göngu af þorski í úthlutun aflaheimilda fyrir þetta ár? Er það kannski staðreynd að LÍÚ hafi haft áhrif á að haldið var leyndu raunverulegu ástandi þorskstofnsins eins og gert hefur verið þráfaldlega í þeim tilgangi að halda uppi verði á kvóta? Ég tel að ástæða sé til að láta fara fram opinbera rannsókn á þessu máli því ég tel að Hafró eigi að hafa alla burði til að sjá fyrir svona aflahrotur og góðæri en svona hrotur hafa verið látnar synda hjá trekk í trekk síðustu 18 árin og menn ekki fengið að veiða.
Athugasemdir
Flottur ertu Ólafur!
Aðalsteinn Agnarsson, 5.4.2011 kl. 09:33
Ólafur Örn Jónsson, 5.4.2011 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.