5.4.2011 | 10:07
Lýðræðið og umræðan um ICESAVE
Ekki ætla ég að blanda mér í ICESAVE umræðuna að öðru leiti en því að dást að því að sjá Lýðræðið virka í raun. Mér finnst stórkostlegt að Forsetinn tók þessa ákvörðun og setti þetta hita mál í hendur þeirra sem eiga að greiða þessar skuldir hvernig sem þetta endar. Menn koma fram í eigin persónu og hika ekki við að segja skoðun sína mis mikið niðri fyrir eins og gengur en allir fá að tjá sig með sínu nefi.
Nú er spurning ef einhver eftir mál verða að þessari notkun tjáninga frelsisins. Skyldu einhverjir sem berjast opinberlega fyrir sínum málstað missa vinnuna? Fá atvinnurekendur heimsókn frá framá mönnum einhverra fyrirtækja sem hóta þeim viðskipta þvíngunum ef þeir ekki reka þegar í stað þennan eða hinn starfsmanninn fyrir þátttöku hans í kosningunum um Icesave?
Ég tók á sínum tíma þátt í stofnun Frjáslynda Flokksins og í fyrstu kosninga baráttu okkar var ég með í gerð sjónvarps auglýsinga fyrir flokkinn. Morguninn eftir að fyrsta auglýsing okkar byrtist var ég kallaður uppí Hampiðju þar sem ég vann eftir að hafa verið rekinn frá Granda fyrir að skrifa greinar um kvótakerfið. Nú þegar ég er kominn á teppið hjá yfirmönnum fyrirtækisins er mér tjáð að nokkrir stórir útgerða aðilar hafi haft samband við stjórnendur Hampiðjunnar og krafist þess að ég yrði þegar í stað rekinn. Annars myndu þeir stoppa öll viðskipti við fyrirtækið!
Ég álasa ekki mínum félögum hjá Hampiðjunni sem gáfu mér kost á að halda áfram störfum með því skilyrði að ég léti ekki í mér heyra opinberlega eða tæki frekari þátt í kosningabaráttunni.
Ég vann hjá Hampiðjunni í 10 ár eftir þetta er ég hætti til að fara aftur á sjó hjá góðu fyrirtæki sem var með rekstur skipa í Afríku. Ári seinna eftir að ég hafði kynnst þessu auðugu miðum hóf ég baráttu mína að koma mér upp mínu eigin skipi til veiða á þessu svæði.
Til að gera langa sögu stutta tókst mér þetta ætlunar verk og átti nú hlut í stórum flottum risatogara sem ég sá um rekstur á suður í kanarí eyjum. En einhverahluta vegna sem ég vissi ekki þá fór einn félaga minna að baknaga mig og rægja í eyru fjárfesta okkar og veit ég ekki fyrri til en ég missi eignarhlut í mínu eigin skipi.
Nú lýða tvö ár þá rekst ég á grein eftir Halldór Ásgrímsson í mogganum. Ég gat ekki staðist mátið þegar ég las eftir þennan mann sem er einn helsti ábyrgða maður hrunsins þar sem hann var að monta sig af kvótakerfinu. Ég sendi inn grein á moggann með loforði að hún yrði birt.
Tveim dögum eftir að ég sendi greinina 5 dögum áður en hún birtist hringdi Þorsteinn Már Baldvinsson Samherja maður í mig og lýsti því fyrir mér að hann hefði staðið að baki "félaga mínum" Sigurbirni Svavarssyni er hann með lygum og óþverra skap kom mér út úr mínu eigin fyrirtæki. Hvort ég ætlaði aldrei að læra? (Í kjölfarið á þessu samtali fékk ég staðfest að Þorsteinn var einn af þeim útgerða aðilum sem hótuðu Hampiðjunni).
Þetta er nú Lýðræðið þeirra LÍÚ manna. Þessi maður beið í 12 ár af því hann gat ekki hefnt sín á mér og látið reka mig úr Hampiðjunni þá eyðilagði hann þetta fyrirtæki fyrir mér og nú hótaði hann mér. Ég stoppaði ekki greinina þar sem ég átti ekkert eftir fyrir hann til að eyðileggja en samt fór hann í umboðsmann veiðileyfa í Mauritaniu í sumar og hótaði honum öllu illu ef hann léti mig hafa annað leyfi fyrir skipi. Sá sparkaði í ra...atið á honum og henti honum út. Þeir líða ekki svona spillingu í Mauritaniu. Þeir virða Lýðræðið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.