AFLAHROTA EN EKKI MÁ VEIÐA FYRIR SVELTANDI ÞJÓÐ?

Ríkisstjórnin verður að taka fram fyrir hendur Hafró og taka af skarið. Hvernig má það vera það er margbúið að reyna að benda Sjávarútvegsráðherra á að eitthvað vanti á úthlutaðar aflaheimildir en engin við brögð. Núna er fyrir augum þjóðarinnar farið í "rannsóknar leiðangra" og vísindalegar sannanir liggja fyrir að hér er um risa göngu af þorski að ræða og ekkert nema heimska að fara ekki og veiða þennan fisk.

Þetta hefur komið fyrir nokkrum sinnum síðan kvótakerfið var sett á og aldrei fengist að veiða þennan fisk í því skyni að auka hér "stórfisk". En það sem hefur skeð er að þessi fiskur fer út á dýpið í ætisleit eftir vertíðina og hverfur gersamlega. Hann hefur farið eitthvað annað og við sitjum efir með sárt ennið. 

Það er gullin regla "þú fiskar ekki á morgun það sem þú getur fiskað í dag". Nú á að auka þegar í stað við þorsk kvótann um 100 þúsund tonn fram á enda þorskársins í sumar og gefa handfæra veiðar frjálsar. Ef það er ekki nóg til að  þagga niður frekjuna í LÍÚ mönnum verða leyfin tekin af þeim sem ekki vilja sætta sig við að róa á þeim skilyrðum sem þjóðin setur. 

Ef Ríkisstjórnin treystir sér ekki til að afnema Kvótakerfið sem er búið að skaða þjóðina stórlega setjið það þá í hendur þjóðarinnar að  kjósa á milli Sóknarmarks og Kvótafyrirkomulags. Treystum Lýðræðinu til að gera rétt og eyða óréttlætinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Sjómenn á Islandi eiga að gera það sama og bændur í Frakklandi- hella slori við dyrnar hjá þessum herrum ! Það gerist þvímiður ekkert meðan menn bara bíða eftir einhverjum kurteisisviðræðum- sem eiga að verða - á morgun eða hinn---

Erla Magna Alexandersdóttir, 4.4.2011 kl. 11:35

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka þér innlitið Erla. Það verður öll þjóðin að vakna í þessu máli. Þetta er stærsta mál okkar til framtíðar. Hér er fólk sem fékk í hendurnar þessi forréttindi að veiða fisk og ætlar að koma því þannig fyrir að enginn annar komist nokkurn tíma inní greinina!

Ef ekki er brugðist við núna og gefið eftir að leyfa þetta kerfi í 15 ár í viðbót þá skapast eignarréttur sem gæti haldið fyrir rétti. Þetta má ekki ske. Ísland getur ekki haldið hirð (fíflum) gangandi það verður bara ánauð.

Ólafur Örn Jónsson, 4.4.2011 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband