LAUÞEGAR BYSSUFÓÐUR LÍÚ Í STRÍÐINUM UM EIGNARÉTTINN Á KVÓTANUM

Ekki ætlar Samtökum Atvinnurekenda að láta segjast. Þau ætla að láta nota viðsemjendur sína almennt launafólk í landinu sem byssufóður í kanónur LÍÚ í stríði þeirra fyrir áframhaldandi einokun á kvótanum.  Þetta er einsdæmi í samskiptum atvinnulífsins og ríkisstjórna og sýnir frekju og yfirgang útgerðarinnar sem lætur Þorstein Má draga sig á asnaeyrunum í þessari vitleysu.

Það sem Ríkisstjórnin á að gera þegar svona er komið er að byrja þegar í stað að aftur kalla allar úthlutaðar fiskveiðiheimildir til LÍÚ manna og gefa út vissan dag þegar skipin verða að vera komin í land. Ef LÍÚ knýr þjóðina í verkfall missa allar útgerðir sem standa að LÍÚ veiðileyfið með það sama. 

Tvívegis er LÍÚ búið að sýna þjóðinni að þau eru reiðubúin að skaða afkomu þjóðarbúsins. Tvisvar hefur verið hótað að sigla skipunum inn og nú þessi frekja að tengja þrýsting á Ríkisstjórnina við almenna kjarasamninga.

Það eru FANTAR í röðum LÍÚ manna sem virðast vera búnir að ná alræði þar á bæ. Þeir stjórna ferðinni undir forystu Þorsteins Má Baldvinssonar sem er sjúkur af VALDAGRÆÐGI sem virðist ekki eiga nein takmörk. Hvernig stendur á því að hinn almenni útgerðarmaður lætur þennan mann trekk í trekk draga sig út í svona aðför að stjórnkerfi landsins er með öllu óskiljanlegt en Ríkisstjórnin má ekki láta kúga sig svona. 

Nú flæðir fiskur um allan sjó og ekki má veiða. Af hverju? Jú í gangi innan LÍÚ er plott sem hófst 1993 og gengur út á að hámarka alltaf verðið á kvóta tonninu og verja að það verð haldist stöðugt. Til að gera þetta tók LÍÚ yfir stjórn á Hafró og passaði uppá að ekki yrði aukið við kvótann meira en þeir gætu hæglega veitt og selt á hæsta verði til kvótalausra útgerða. Handfæraveiðar sem voru frjálsar voru settar í kvóta í  sama tilgangi.

Kæri lesandi þetta er því miður það sem búið er að fara fram hér í 18 ár og hefur skaða þjóðina gífurlega ekki einatt í minni útflutningi heldur er hrunið runnið undan sömu rótum. Veðsetning kvótans var notaður til að búa til Matadór peningana sem flutu hér um allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband