3.4.2011 | 09:18
TVÍSKINNINGUR LÍÚ
Enn heldur þessi skrípaleikur áfram í kringum almenna kjarasamninga. Plott Þorsteins Má heldur áfram. Fyrst átti að sigla skipunum inn en það féll þar sem enginn þarf að neyða menn til að fiska á Íslandi í dag. Leyfis svipting í hvelli. Þá átti að láta "skipstjórana" sigla skipunum í land???? Þjóðin hló að. Hefði farið á sama veg. Leyfis svipting.
Nú þetta. Davíð er ekki langt undan í þessu plotti enda búinn að vera viðloðandi þetta plott Þorsteins og Kristjáns frá byrjun. Það er gripið til Vilhjálms Egilssonar og hann kemst einhverra hluta vegna upp með það innan SA að ganga erinda LÍÚ í kröfum þeirra að fá að ráða fyrirkomulagi kvótakerfisins.
Lítum á kröfuna sem LÍÚ er búið að setja fram. Að óvissunni í sjávarútvegi verði eytt til að hægt sé að ganga frá almennum kjarasamningum? Félagsmenn LÍÚ eiga að fá að veiða. Þ.e. ef þeir nenna því. En það sem LÍÚ menn verða að gera sér grein fyrir er að það er búið að losa þjóðina við Davíð og Halldór og þjóðin er að freista þess að losna undan þeirra spillta stjórnarfari Davíð-ismanum.
Tvískinnungurinn er að það er alveg sama hvað kemur uppúr pottunum hjá Jóni og Jóhönnu það segir ekkert til um hvað fæst að veiða á næstu 3 árum. Það á eftir að meta það hjá Hafró og það kemur til með að vega miklu meira um veiðina heldur pottagaldrarnir hans Jóns.Þetta vita LÍÚ menn vel en Þorsteinn er við stjórnvölin og valdagræðgin er svo mikil að hann getur ekki á sér setið ef honum finnst hann vera að missa völdin innan stjórnkerfisins.
Gaman þætti mér að vita hvort Þórsteinn hefur reynt að "hringja" í Jón eða Jóhönnu? Kannski ef hann öskraði svolítið á þau .... hver veit Þorsteinn?
Félagar LÍÚ ættu að láta af þessum fíflagangi og hætta að láta Þorstein Má draga sig á asna eyrunum. Með því styðja þennan mann sem farið hefur með ofbeldi gagnvart fólki innan greinarinnar er hinn almenni aðili innan samtakanna að gera sig meðsekan þeim bolabrögðum sem beitt hefur verið.
Það er aðeins eitt sem fær Þorstein Má til að þrýsta á að núverandi fyrirkomulag haldist ó breytt. Það eru veðin. Hefur ekkert með stjórnun fiskveiða að gera. Hann var að fjárfesta í Sóknarmarki Færeyinga svo ekki er hann smeykur við Sóknarmarkið en hann þarf að halda veðunum gangandi hérna heima.
Hættið að láta manninn öskra ykkur í kaf og takið af skarið og fylgið þjóðinni í að afnema Davíð-ismann sem búinn er að keyra þjóðina í eitt gjaldþrot og þið vitið manna best að annað gjaldþrot er á leiðinni ef þessu kvótarugli er ekki hætt þegar í stað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er ekki sammála því að veðin veikist ef kvótinn eykst, þvert á móti batna þau. Útgerðin getur haft það verð á kvótanum sem þeim sýnist og haldið því svo háu að kvótinn sé ókaupandi og selt sín á milli til að sýna viðskipti.
En ef kvótinn er fyrndur þá missa þeir veð, skiptir ekki máli þótt þeir leigi til baka sama magn og er fyrnt. þess vegna eru þeir svona harðir í þessu.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 3.4.2011 kl. 14:58
Hallgrímur ef kvótinn yrði t.d. aukinn núna um 100.000 tonn þorski yrði þorskvóti verðlaus þar sem framboð yrði meira en eftirspurn.
Þetta veð-mál er farið að stjórna stjórnun fiskveiða. Stjórnun fiskveiða er til að stjórna uppbyggingu fiskstofnanna og hámarka afrakstur. Ekki til að borga lán sem vitlausir útgerðamenn létu hafa sig útí að taka.
Það var hægt að skipta frá Sóknarmarki í Kvótakerfi með einu pennastriki þá er hægt að breyta frá Kvótakerfi yfir í Sóknarmark með einu pennastriki. Mér kemur ekkert við þessir 500 milljarðar sem aldrei verða borgaðir hvort sem er það stendur ekki til að borga þetta. Skinney/Þinganes aðferðin.
Það er ekkert kerfi svo vont að ekki sé hægt að hætta með það.
Ólafur Örn Jónsson, 3.4.2011 kl. 19:39
Það er engin eftirspurn eftir kvóta hann er alltof dýr og lítið framboð.
Myndi framboðið nokkuð aukast við aukinn kvóta, það yrði aldrei aukið nema um hámark 30 þúsund tonn 10-12 þúsund færi til strandveiða og afgangur til kvótaeiganda sem myndu veiða mest allt sjálfir enda aukningin ekki nema um 12 % sem gerir kanski 140 tonn hjá meðal togara á ári, Það er hægt að taka það á 5-7 dögum leikandi.
Hehehehe útgerðin getur borgað skuldir jafnt með aflamarks peningum, sóknarmarks peningum eða peningum úr frjálsri sókn.
Útgerðir verða ekki í neinum vandræðum með veðfallið..... Bankarnir verða í vanda og verða að spila áfram með útgerðinni.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 3.4.2011 kl. 22:34
Var að rekast á þessa skýsrlu frá háskólanum á netinu gerða 98,skyrslan.pdf (application/pdf Hlutur)
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 3.4.2011 kl. 22:36
Góðan daginn Hallgrímur.

ekki þurfti ég nú að lesa nema fyrstu grein þessarar skýrslu til að finnast ég vera kominn á áróðurs fund hjá Ragnari Árnasyni sem er launuð málpípa LÍÚ hjá HÍ. Hann byggir rök sýn á rangfærslum og útúrsnúningi staðreynda eins og maður sér hér.
Á árunum 78 til 84 fjölgaði togurum úr 45 í 130 þrátt fyrir að sett hafi verið stopp á innflutningi skipa þegar komnir voru 75. Ef afkoma þessara 75 skip hefði verið skoðuð hefði afkomuútkoma orðið allt önnur. Og varðandi gæði þá tekur tíma að þjálfa 80 áhafnir.
Á árunum 85 til 90 voru örfá skip á ströngu sónarmarki. Ætti ekki að skekkja myndina neitt. Afrakstri friðunar í Sóknarmarkinu var eytt á árunum 85 og 86 og seiða dráp setti þorskstofninn í algert lágmark og varð ekki viðsnúningur fyrr en Reykjafjarðarálshófinu var lokað 1990. Það varð til að bjarga þorskveiðinni næstu ár.
Hegðun vissra afla innan HÍ hafa eyðilagt áreiðanleika þessarar stofnunnar. Það er illt að sjá hversu djúp spillingin í kringum þetta kvóta apparat hefur grafið um sig. Nánast búið að eyðileggja þetta þjóðfélag.
Ólafur Örn Jónsson, 4.4.2011 kl. 10:26
Hallgrímur út af kvótakerfinu sigla skipin um í verkleysu á meðan allt er fullt af fiski eins og kemur fram núna í netarallinu og búið að liggja ljóst fyrir öllum sem vilja vita í langan tíma.
Af hverju ekki að hætta með þessa and...ans vitleysu og taka hér upp Sóknarmark og byrja að vinna þjóðina út úr því gjaldþrota og skuldafeni sem kvótakerfið hefur komið okkur í. Hvar er lýðræðið? Hvar er réttlæti? Eyðum hér heimsku og græðgi og leyfum vinnu fúsum höndum að búa hér til nýtt Betra Ísland.
Ólafur Örn Jónsson, 4.4.2011 kl. 10:33
Það er nú margt fróðlegt í þessari skýrslu og mikið hól á kvótakerfið enda skýslan samin 98 og allt á uppleið þá..... Á þessum þrettán árum sem liðin eru sést að það var bara lélegur afréttari, síðann versnuðu timburmennirnir. Þar sést líka hvernig dagarnir í skrapdagakerfinu fóru niður undir 150 samt veiddu þeir togarar meira en Hafró vildi og meira en meðalkvótinn á kvótaskipunum. Ég hefði vilja sjá eins og þú 100 þúsund aukningu í þorski sem 33% færu í pott fyrir strandveiðar og aukningu í karfa líka.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 4.4.2011 kl. 13:12
Já Hallgrímur það þyrfti bara að skrifa þessa sögu eins og hún var í raunveruleikanum til varnaðar komandi kynslóðum. Ég hafði unun af sögu í skóla og skil betur en nokkurn tíma hvers vegna það er mikilsvert að kenna sögu í skólum. Leiguliða fyrirkomulag miðalda er einn af ljótustu blettum sögu Evrópu. Hver vill sjá Íslendinga sem brutust undan Noregskonungi til að byggja Lýðræðis ríki. Orði Lýðræði er orðið skrýpa-yrði á Íslandi.
Já 150 dagar á þorskveiðum. Þeir sem kunnu gerðu það gott í skrapinu og ég og konan kunnum því ágætlega að fá auka nótt við og við.
Þessir potta-galdrar eru nú svona og svona. Að sjálfsögðu er gott að verði aukning og fleiri fái að róa en að ætla að láta taka 15 ár að ná undir 15% af aflaheimildunum af útgerðinni þykir mér grunsamlegt og eingöngu gert til að festa þetta fyrirkomulag enn meir í sessi. Allar aukningar eiga að sjálfsögðu að renna til annarra en kvóta-hafa. Þeir eru búnir að standa gegn aukningu og best þeir hafi bara það sem þeir hafa í dag og enga aukningu. Hún renni til hinna.
Það eru landráð að mínu mati ef þjóðin verður svikin um að kjósa milli Kvótafyrirkomulags og Sóknarmarks.
Ólafur Örn Jónsson, 4.4.2011 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.