2.4.2011 | 11:12
MAKE NO MISTAKE ABOUT IT
Velkjumst ekki í vafa um að aðgerðir LÍÚ eru skipulagðar og enn eitt skref í PLOTTI til að þagga niður vilja þjóðarinnar um að afnema hið illræmda KVÓTAKERFI. Ekki þarf annað en að fylgjast með hegðun þeirra núna þegar þeir eru einhverra hluta vegna búnir að ná tangarhaldi á Samtökum Atvinnulífsins og á hallærislegan hátt eru pota sér inní viðræður sem þeir eiga ekkert erindi inní.
Horfið á þessa fugla sem eru eins og skömmustulegir strákar þegar þeir vitandi vits eru með lélegan málstað en neyddir af Þorsteini Má að ganga þessara erinda. Þjóðin mætti halda að hún ætti eitthvað betra skilið frá mönnum sem búnir eru að fá að einangra sjávarútveginn í 27 ár en nei þetta fólk vogar sér að fara á eftir rétt kjörinni Ríkisstjórn landsins og þjóðinni með svona svívirðilegum hótunum um stöðvun atvinnulífsins.
LÍÚ ber fyrir sig að óvissan í greininni hefti fram þróun og fjárfestingar??? Það er ekkert sem heftir framþróun hún verður alltaf til í hausnum a´fólki hvort sem er í Kvóta eða öðru kerfi. Hvaða fjárfestingar? Ætli eina sem liggi fyrir hjá útgerðunum sé ekki að borga skuldirnar? Eða á að fara sömu leið og Skinney/Þinganes fór stela og þessum 500 milljörðum af þjóðinni?
Nei rökleysan með áframhaldi kvótastýringar er alger og er ekkert annað sem liggur fyrir þessari Ríkistjórn annað en að setja það í vald þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hér verður áfram Kvótakerfi eða Sóknarmark. Aþingismaður spyrðu sjálfan þig afhverju ekki???
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Búsældarlegt væri í dag hjá almenningi á Íslandi, fengi hann að stunda í friði fyrir þessum mönnum,
frjálsar handfæraveiðar, er leysir byggða, fátæktar og atvinnuvanda Íslendinga!
FRELSI er það sem vantar, ekki nýjar lántökur gjaldþrota þjóðar,
nýtum auðugustu fiskimið í heimi á sjálfbærann hátt,
ekki eins og í dag, er miðin gefa aðeins lítið brot af eðlilegum afla!
Aðalsteinn Agnarsson, 2.4.2011 kl. 13:44
Rétt hjá þér Aðalsteinn. Frelsi er orðið ekki höft og skammtanir. Auka sókn og veiði og leyfa peningunum að flæða um æðar þjóðfélagsins þar sem þeir koma fólkinu til góða.
Hætta með kommúnískt handstýrikerfi að Rússneskri fyrirmynd sem er að eyðileggja þessa duglegu þjóð í þeim eina tilgangi að hygla örfáum vanþakklátum útgerða mönnum sem láta Þorstein Má draga sig á Asnaeyrunum í hverja vitleysuna á fætur annarri.
Ólafur Örn Jónsson, 2.4.2011 kl. 14:03
Flottur ertu Ólafur!
Aðalsteinn Agnarsson, 2.4.2011 kl. 14:07
Ólafur Örn Jónsson, 2.4.2011 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.