HVAÐ SKIPTIR ÞAÐ SAMTÖK ATVINNNULÍFSINS MÁLI HVERNIG KVÓTA ER ÚTHLUTAÐ

Frekja LÍÚ manna stjórnar nú ferli almennra kjarasamninga. Það er sjálfsagt að í erfiðu árferði komi Ríkisstjórnin að lausn mála með einhverjum hætti en að Samtök Atvinnulífsins vogi sér að nota erfiðleika í þjóðafélaginu til að ganga erinda LÍÚ og hóta að láta almenna kjarasamninga brotna á ákvörðun Ríkisstjórnar í Kvóta-málinu. Engin fordæmi eru fyrir svona ósvífni hvorki fyrr og síðar.

Hvernig réttlæta Samtök Atvinnulífsins þessa kröfu? Það á ekkert að stöðva veiðar. Það á ekki að banna LÍÚ mönnum að veiða frekar en öðrum. Svo það berst fiskur að landi. Hvað eru Samtök Atvinnulífsins þá að kvarta? Þeirra umbjóðendur fá vinnu og skipin mega fiska. 

Er verið að fara fram á meiri aflaheimildir?? Nei það má ekki því þá falla veðin í verði.

Má gefa handfæraveiðar frjálsar og auka atvinnu vítt og breitt um landsbyggðina? Nei þá falla veðin í verði.

Má færa meiri afla heimildir til byggðarlaga sem standa mjög ílla eftir að framsalið var tekið upp? Nei þá falla veðin í verði. 

Nei Samband Atvinnulífsins er eins og fleiri orðin gengilbeina Þorsteins Má sem krefst óbreytts ástands svo hann geti aukið völd sín og áhrif í þjóðfélaginu í krafti illa fengis gróða. SA á að stoppa þessa vitleysu. Í landinu situr réttkjörin Ríkisstjórn og það er ekkert sem réttlætir svona hegðun hvaða flokkar sem standa að sérhverri stjórn hverju sinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband