LÍÚ ER ÓGNUN GEGN LÝÐRÆÐI!

Skítalyktin leggur af Landssambandi Íslenskra Útgerðamanna núna þegar þeir reyna enn einu sinni að þvinga þjóðina til að láta að vilja þeirra í kvótamálinu. Furðulegt er að Samtök Atvinnulífsins skuli láta hafa sig útí svona ofbeldis aðgerðir og aðför að réttkjörinni Ríkisstjórn. 

Hvað er til ráða fyrir Ríkisstjórnina? Engan veginn má láta Þorsteinn Má Baldvinsson komast upp með þetta plott sitt. Hann er sannanlega höfundur þessarar aðfarar að Ríkistjórninni  og er þetta bara eitt skref í hans valdabrölti.

Samtök Atvinnulífsins verða bara að leysa þetta mál innan sinna raða. S.A. getur ekki látið LÍÚ nota  sig og umbjóðendur sína svona í þeirri valdabaráttu sem á sér stað. LÍÚ varð að bakka tvisvar með innsiglingu flotans  því þá lá ekkert annað fyrir en að þeir yrðu sviptir veiðileyfunum. Nú notar LÍÚ Samtök Atvinnulífsins sem vopn gegn þjóðinni í Kvótamálinu sem hlýtur að vera einstakt í sögu vestrænnar þjóðar. 

Ég vona að við þjóðin skiljum hvað hér er að eiga sér í fyrsta skipti í sögu okkar. Samtök sem hafa notið illa fengis aðgangs að auðlindum þjóðarinnar ætlar  að beita þjóðina ofbeldi til að koma í veg fyrir að þjóðin nái yfirráðum yfir auðlindinni. Með því að hóta því að lama allt atvinnulíf þjóðarinnar ætlar LÍÚ að fremja Landráð. Það er ekki nóg að búið sé að hrekja fleiri manns úr greininni til að þagga niður sannleikann um þá galla og spillingu sem átt hefur sér stað innan kerfisins heldur skal núna fara gegn lýðræðinu í landinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband