STRÍÐSYFIRLÝING LÍÚ!

Hvað gengur Samtökum Atvinnulífsins til? Notar frágang kjarasamninga sem þumalskrúfu á Ríkisstjórnina í þeim tilgangi að þvínga fram "ásættanlega" stjórnun fiskveiða. Hér horfir þjóðin uppá  mestu aðför að Íslenskri Ríkisstjórn fyrr og síðar. Svona hafa hagsmuna aðilar aldrei hagað sér fyrr og má svona yfirgangur aldrei líðast.  

Fáránleg rök Vilhjálms Egilssonar sem segir að "vegið sé að þeim fyrirtækjum sem standi sig best"???? í sjávarútvegi. Hvaða bull er þetta? Það á ekki að minnka afla hvorki til þeirra "fyrirtækja sem standa sig best" eða annarra fyrirtækja eða einstaklinga. Eina sem hér er verið að þvinga fram með þessu ofbeldi er að "veðin í bönkunum" haldi. LÍÚ er hér að gera atlögu að Ríkisstjórninni og Alþingi til að geta haldið áfram að stela peningum í gegnum bankanna. Ekkert annað liggur að baki, EKKERT!

Það á að fara með þessum bolabrögðum runnum undan rifum Þorsteins Más Baldvinssonar gegn Lýðræðislega kosinni Ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga. Valdagræðgin sem í þessu fellst er slík að aldrei hefur lýðræðinu verið ógnað eins og LÍÚ og Samtök Atvinnulífsins eru núna að gera. 

Ekki  stendur til að svipta einn eða neinn aflamarki eða möguleikunum til að fiska eða takamarka "bestu útgerðirnar" einn eða annan hátt. Það má alls ekki láta undan þessari ógeðslegu frekju og verður Alþingi bara að setja neyðalög til að halda vinnufrið meðan verið er að gefa Samtökum Atvinnulífsins kost á að gera sér grein fyrir á hvílíkum villigötum þeir eru á. 

Allir sem skilja það sem fer núna fram verða að láta heyra í sér í ræðu og riti. Við fólkið í landinu verðum að hrinda þessu þriðja áhlaupi LÍÚ  sem búin eru tvívegis að hóta Alþingi með innsiglingum skipa og nú þetta. Fyrirlitningin sem þjóðinni er sýnt með þessum ógnunum á að verða til þess að við skiptum um stjórnkerfi í fiskveiðum og breytum yfir í Sóknarmark. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já þetta er með ólíkindum Ólafur.  Og svo mikið veit ég að það eru langt í frá allir atvinnurekendur sem styðja þetta. En eins og annarsstaðar í þessu þjóðfélagi eru það bara örfáir stórir sem ráða ferðinni og þar er SA sannarlega ekki undanskilið.

Þórir Kjartansson, 31.3.2011 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband