30.3.2011 | 10:10
VALDARÁN GRÆÐGINNAR
Hvernig stendur á því að Samtök Atvinnulífsins leyfa sér að gera atlögu að Ríkisstjórninni og reyna að þvinga fram "ásættanlega" niðurstöðu í Kvótamálinu? Hvað er það sem hefur skeð og breytt áherslum þessara stóru samtaka sem áður spegluðu meiri breidd í afstöðu til þjóðmála.
Það sem er að ske er VALDARÁN GRÆÐGINNAR! Þetta upphófs 1993 eftir lögleiðingu kvótaframsalsins og hefur síðan þróast undir forystu Þorsteins Má Baldvinssonar útgeraðamanns sem hefur ekki svifist neins í að auka og styrkja völd sín. Fyrst innan útgerðarinnar og síðan inní Sjálfstæðisflokkinn. Smámsaman hefur hann komið fólki fyrir í bönkum og tryggingarfélögum. Hann hefur hagað fjárfestingum sínum í þessum tilgangi einnig og liggja þræðir hans víða.
Ekki veit ég um fleiri sem hafa verið eins afgerandi í þessari uppbyggingu en að sjálfsögðu virkjar Þorsteinn marga aðila í þessum athöfnum sínum. Nú er að skýrast hversu ágengt þessu fólki hefur orðið þegar þau hafa full yfirráð yfir samtökum eins og Samtökum Atvinnulífsins og stærsta stjórnmálaflokki landsins.
Hvað þýðir þetta fyrir fólkið í landinu ef svona öfgamaður hefur tögl og haldir í svona samtökum og þau geta hvenær sem er gert það sem þau eru að gera núna. Með því að hóta að stöðva atvinnulífið í landinu ef ekki verður farið að kröfum þeirra núna í Kvótamálinu og næst hverju?
Nei núna þegar okkur verður ljóst að svona heimtufrekja og græðgi hefur grafið sig svo djúpt í þjóðfélagið og öflugust samtök landsins aðhyllast nú svona spillingu verður þjóðin að fara að passa sig og nota áhrif sín í formi kosninga og málfrelsis og stöðva þessa þróun. Annars verður þessu landi breytt í þræla nýlendu þar sem ríkir einræðisstjórnar fyrirkomulag eins og þegar er farið að votta fyrir.
Athugasemdir
Græðgin hefur alltaf verið til staðar í sjávarútvegi: Hvað var það annað en græðgi þegar fiski var mokað í land, vinnslur höfðu ekki undan aflahrotunni og urðu að vinna hráefnið í ódýrar afurðir með tapi. Það voru sýndar myndir í sjónvarpi þar sem þorski var keyrt í kös og eða hrúgað í kös upp við vinnsluhúsið og flæddi kösin úr á bryggju brún þar sem var rétt pláss fyrir lyftarann að ferðast um til að landa úr bátum sem biðu kafhlaðnir af afla: Þá þurfti að fella gengið til að bjarga vinnslunni. Eftir að kvótakerfið var sett á hætti svona að sjást og meðferðin á afla batnaði til muna.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 31.3.2011 kl. 09:32
Hallgrímur þetta er bannað með lögum núna. Fiskur kemur aðgerður (blóðgaður) ísaður í kör eða kassa. Ég vill allan ferskan fisk landaðann á Markað. Hvað kæmi út úr svona fíflagangi á markaði. Þú ert að tala um tíma þegar jafnt verð var borgað fyrir allt sem að landi kom. Þetta eru engin rök.
Þetta var hætt þegar sóknarmarkið var Hallgrímur öll framleiðsla var orðin miklu hnitmiðaðri og framleiðsla á bandaríkjamarkað var í algleymingi í sóknarmarkinu.
Í Sóknarmarki þarf ekki að fella gengið. Hver lifir af sjálfum sér. Treystir þú þér ekki til að fiska við hliðina á mér?? Þá ferð þú bara heim í koju ég treysti mér til að fiska á markaðina og selja við hliðina á hverjum sem er. En félagar þínir sáu til þess að ég get ekki komið nálægt veiðum og sjávarútvegi. Þeir vissu betur en þú að Kvótakerfið þolir ekki gagnrýni.
Varðandi VALDA GRÆÐGINA vona ég að þú sért sammála mér. Hér er viss aðili að draga ykkur útgerð menn á asnaeyrunum til að hygla sjálum sér og markmið hans snúa ekki eingöngu að sjávarútvegi og ummhyggja hans fyrir ykkur er aðeins á meðan hann er að ná markmiðum sínum.
Ólafur Örn Jónsson, 31.3.2011 kl. 11:16
Ólafur minn, Þessar myndir voru nú sýndar í RUV 82-83, Þá var netafiskurinn allur í stíum um borð og landað í kör í landi, gert að og ísað í kör í vinnslunni, nema þegar aflaðist mikið þá var óaðgerðum fiski dembt í kös. Það fór mest í blokk á ameríkumarkaðinn sérstaklega þegar mikill afli barst að landi. Með kvótakerfinu kom hvati til að hámarka aflaverðmæti menn snéru frá netaveiði og voru á trolli allt árið eða línu og sóttu meira í afla utan kvóta, þorskkvótinn var látinn duga allt árið, vinnslan stjórnaði veiðunum meira og minna. Þegar menn sáu kvótastöðuna í upphafi kvótaárs vissu menn að það var ekki hægt bæta afkomuna nema með hærra fiskverði, áður gátu menn aukið við aflann, þá annað hvort varð að semja við vinnslu um að landa gæðafiski eða setja á markað þegar þeir komu.
Þú mátt ekki misskilja mig ég er ekkert á móri skrapdagakerfinu sem slíku. En ef við hefðum verið með það áfram hvernig heldurðu að útgerðin á íslandi væri núna. Hvað heldurðu að Hafro myndi leifa skipunum að róa marga daga á ári til að ná þessum 170,000 tonn á ári af þorski.
Með Snöru hafró yfir sér er auðveldara að vinna í kvótakerfinu.
Í sóknamarki gætum við átt á hættu í apríl að Hafró bannaði allar þorskveiðar fram að sjómannadegi og svo aftur í okt framm að jólum út af ofmikilli veiði á þorski.
þá yrði öllum þorski hennt í veiðibanninu!
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 1.4.2011 kl. 10:29
Hallgrímur ég veit að það gæti hafa átt sér stað að netabátar hafi verið á eftir okkur á togurunum í framþróun gæða og eins og þú segir vertíðarstemningin heltekið menn en þetta var fylgifiskur netaveiði þegar allra veðra var von.
Markaðirnir munu alltaf tryggja hámark afraksturs á hvert tonn. Ég landaði 10 ár öllum mínum fiski á markaði og var með eitt hæsta meðalverð fyrir okkar fisk hvort sem var á Íslandi eða erlendis. Þessi fiskur fór á hæsta verði út úr landinu. Ég var allan tíman á frjálsri sókn og með eitt hæstu meðal veiði á veiðidag. Það verður alltaf gæða munur á þeim fiski sem kemur í land eftir áhöfnum ekki kerfum.
En í Sóknarmarki getur hafró ekki breytt ákvörðun sinni til að minnka sókn ef mikið fiskast því að það er ábending um betri ástand stofnanna. Svo ef í apríl er búið að veiða það sem þeir lögðu til þá veiðist bara meira því skipin hafa sína sóknardaga.
Meiri áhyggjur vakna ef flotinn nær ekki leyfilegum afla svo við þurfum ekki að óttast að fá ekki að veiða eins og þarf að gera núna meira og minna allt árið og skipstjórar kvartað eins og alltaf þegar mikið er af þorski undan að fá ekki að veiða og þjóðin er að tapa miklu meiri verðmætum heldur en hefst út úr því að einangra úthlutuðum afla til örfárra.
Ef að hefta á aðganginn að sjósókn eins og gert er í dag Hallgrímur aflverju ekki að setja kvóta á Lögfræði, skósmiði, hagfræðinga, lækna, hjúkrun, verslun, bifvélavirkja og húsmæður svo allir sem vilja hefja sitt starf í þjóðfélaginu verði að kaupa af þeim sem eru fyrir. SVONA MYNDU SKAPAST GÍFURLEG VERÐMÆTI!
Ólafur Örn Jónsson, 1.4.2011 kl. 11:40
Ég yrði hræddur við að Hafró gerði kröfu um að geta stoppað veiðar þegar farið yrði frammúr áætlun og það er ekki spurning um að þeir fái það í gegn. Hafró er búið að heilaþvo almenning og ráðamenn í ofverndunar stefnu sinni í fiskvernd að það líkist heilaþvotti í ónefndum ríkjum á 3 og 4 áratug síðustu aldar og lengur hjá kommunum.
Fyrst er að fletta ofan af þvælunni hjá Hafró, þegar þokkalega skinsamt fólk sér í gegnum þvæluna þar þá gefum við allt frjálst og látum Debet og Kredit stjórna.
Öll önnur kerfi hafa til hneigingu til að friða of mikið öllum til skaða.
Sjáðu bara færeyja, þar eru fiskifræðingar alltaf að reyna að fækka fiskidögum annar staðar eru kvótar minnkaðir eða reynt að sporna við aukningu
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 1.4.2011 kl. 12:57
Ég er sammála þér í því að það sem er að koma frá Hafró er bara bull og ekki nein vísindaleg rök að baki Hallgrímur. En þú verður að skilja að Hafró er ekki sjálfstæð í ákvörðum sínum. 1994 var þorskur um allan sjó eftir að smáfiskadráp Norðlendina í Berufjarðarál voru stöðvaðar. Þetta var orðið svo rammt að hvergi var hægt að kasta trolli hérna við S-Vesturhornið án þess að fá þorsk uppí 20-30 tonn í holi. Ég kom þá að tali við útgerðamann og spurði aflverju LÍÚ þrýsti ekki á um auknar aflaheimildir? Nei Óli, var svarið, það má alls ekki auka við heimildirnar núna "af því þeir eru ennþá að deyja"! Þarna fyrir framan mig viðurkenndi þessi ágæti útgerðamaður að LÍÚ stjórnaði því hver kvótinn væri. Þarna var verið að ýta smærri kvóta eigendum í gjaldþrot og bankarnir sáu um að fella lánin á menn til að fá þá til að gefa eftir kvótan uppí lánin.
Ég tel til dæmis það sem Hafró er að gera varðandi Loðnu gönguna og úthlutanir í beinu samræmi við sjáanlega göngu er eitthvað í áttina. Hvernig er hægt að heim færa svona vísindaleg vinnubrögð uppá botnfisk veit ég ekki? Nema menn gefi handfæraveiðar frjálsar og noti veiðina á handfærin til að ákveða afla jafnóðum.
Ólafur Örn Jónsson, 1.4.2011 kl. 13:37
Ég veit ekki um loðnustjórn hafró, þar sem við veiðum núna bara 4 ára loðnuna sem er afgangurinn af því sem fiskur er búinn að éta í tæp 4 ár. Hafró reiknar með 17 loðnum í rúmmetra. fyrir 2-3 vertíðum síðan tók Lundeyjan rúmlega 700 tonna kast úr göngu fyllti skipið með því og sigldi austur á Vopnafj. Torfan sem þeir veiddu úr var minnir mig um 20 mílur á lengd og nokkur hundruð faðmar breið og vel þykk. miðað við hafró viðmiðun hefði kastið átt að vera 40 tonn ekki rúm 700. Við vitum ekkert hvort við nýtum loðnuna rétt, en við vitum það að ef ekki gengur loðna til hrygningar þá er of mikið af þorski og öðrum átvöglum og ekki veitt nóg af þorski.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 1.4.2011 kl. 20:21
Ég er sammála þér í þessu Hallgrímur það eru alltof miklar vitleysur í gagni í þessum getgátum Hafró þess vegna vill ég að við hættum með fyrirfram ákveðinn kvóta sem oftast er alltof lítill. Núna heyrir maður að dauð loðna sé um allan sjó hérna vestur undan. Náttúrulega hefði mátt veiða miklu meira. Þetta eru ekki sjómenn þetta eru vísindamenn sem vita ekki mikið í sinn haus margir hverjir en við skulum heldur ekki vanmeta þrýstinginn frá LÍÚ.
Sjáðu hvernig þrýstingur LÍÚ er búin að fara með Hagfræðideild HÍ. Þeir boða markaðskerfi og á sama tíma hygla þeir Kvótastýringu á fiskveiðar og fiskinn beit inní viss hús????
Sjáðu alla sýktu síldina! Afhverju er hún ekki veidd til að skapa aðstæður fyrir heilbrigða síld á miðunum?
Ólafur Örn Jónsson, 2.4.2011 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.