LÍÚ OG SAMTÖK ATVINNULÍFSINS

HVERNIG DIRFAST ÚTGERÐAMENN AÐ ÆTLA AÐ NOTA LÍF OG KJÖR FÓLKS Í LANDINU Í ÞEIM TILGANGI AÐ ÞVINGA ÞJÓÐKJÖRNA RÍKISSTJÓRN TIL AÐ FARA AÐ VILJA ÞEIRRA.

Eru útgerðamenn orðnir svona siðblindir að þeir eru tilbúnir að standa að svona gerningi til að tryggja illa fengin réttindi sín. Ætlið þið öll að verða ófreskjur eins og Þorsteinn Már sem er siðspillt illmenni sem leyft hefur sér að eyðileggja líf fleiri manns með illverkum sínum?

Hvaðan koma Vilhjálmi Egilssyni þessi völd að fara framá að fá svona ákvörðunartöku frá Ríkisstjórn Íslands? Svona svívirða á sér ekkert fordæmi hvorki hér né í þeim lýðræðisríkum sem við mælum okkur við. Þessi framkoma Vilhjálms er svo rotin og siðspillt að manni verður flökurt að verða vitni að svona ofbeldi og hroka. 

Þjóðin er að rísa úr ösku Davíð-ismans sem byggðist á svona spillingu eins og kemur fram í hegðun Samtaka Atvinnulífsins og Vilhjálms Egilssonar. Fólkið er búið að senda skilaboð um að svona hegðun verði afnumin og hér verði byggt aftur samfélag sem byggist á heiðarleika og virðingu. Framkoma þessa fólks sem stendur að þessari kröfu LÍÚ er eins og blaut tuska í andlit fólksins í landinu. Útgerðamenn ætti að skammast sín fyrir að fara svona gegn réttkjörinni Ríkisstjórn og sýna þar með þjóðinni viðbjóðslega lítilsvirðingu. 

Nú á skilyrðislaust að afnema kvótann og taka forréttindin af svona ógæfu fólki sem ekki kann sig. Skilur fólkið í landinu hvað svona framkoma þýðir fyrir framtíð okkar og barnanna okkar þegar sérréttinda hópar leyfa sér að taka völdin af réttkjörinni ríkistjórn? Þetta eru landráð og ekkert annað!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband