29.3.2011 | 11:27
ÞORSTEINN MÁR OG KVÓTI / SÓKNARMARK
Það er svo fyndið að horfa á fólkið í LÍÚ sem Þorsteinn Már er búinn að hafa af fíflum með að ota þeim í þetta kvóta stríð sem hann hóf ásamt Kristjáni Ragnarssyni í þeim tilgangi að ljúga fé út úr bönkunum. Þorsteinn Már veit manna best að Kvótakerfið hefur ekkert með uppbyggingu fiskstofna að gera en hann fór þessa krossferð sem hafin var 1993 til að þagga niður alla umræðu gegn þessu kerfi til að tryggja sér fé til fjárfestinga.
Þorsteinn Már var núna að fjárfesta 6 milljarða í sjávarútvegi Færeyinga sem byggir á sóknarmaki! Svo sóknarmarkið er nú ekki verra í hans augum og enginn skal ætla að fyrirtæki Þorsteins muni ekki blómstra í Sóknarmarki hérna einnig.
En hvað er það sem hvetur Þorstein Má áfram í aðgerðum sínum að fara eftir mönnum og "aflífa" þá úr íslenskum sjávarútvegi? Jú Þorsteinn er haldinn óstjórnlegri GRÆÐGI. Ekki bara peninga GRÆÐGI heldur VALDA GRÆÐGI. Hann kann sér engin takmörk. Allir vita hvernig hann hefur sleppt sér með öskrum og hurðaskellum á kollega sína innan LÍÚ og samflokksmenn sína í Sjálfstæðisflokknum. Hann reyndi að sýna þjóðinni samskonar ofbeldi á glærufundinum fræga. Ógeðslegast í hegðun Þorsteins eru þó upphringingar hans til manna sem reynt hafa að veikum mætti að segja sannleikann um kvótakerfið þar sem hann hellir sér yfir þá með hótunum og formælingum.
Ófáir hafa verið hraktir úr íslenskum sjávarútvegi fyrir hendi þessa manns sem enn þann dag í dag gengur laus og hefur fylgi félaga sinna innan LÍÚ sem láta teyma sig á asnaeyrunum í stríð við sína eigin þjóð bara til að hann geti haldið áfram að auðgast og sölsa undir sig völd yfir samborgurum sínum. Skrítið er hve heiðarlegt fólk í sjávarútvegi er orðið blint á ferlið sem þau eru komin í. Er það "siðblinda" þegar fólk er í afneitun og neitar að sjá óréttlætið og spillinguna sem þrífst í kringum það.
Ég hef leitt hugann að þeim mannréttinda brotum sem framin hafa verið að þeim sem svona haga sér og beita atvinnu svipti við að þagga niður skoðana myndun í þjóðfélaginu. Í alþjóðamannréttinda sáttmálum er Ríkisstjórnum landa falið að fara eftir þriðja aðila í slíkum brotum. Væri ekki rétt að Ríkisstjórnin fæli saksóknara að láta fara fram rannsókn á atferli þeirra manna og atvinnugreina sem stundað hafa og stunda slíkt ofbeldi sem ég hef lýst?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.