HRYÐJUVERK Í SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTINU

Það er betur heima sitið en að stað farið ef ríkistjórnin er að setja saman frumvarp um áframhaldandi kvótakerfi sem á nánast í engu að koma til móts við vilja þjóðarinnar um afnám kvótans. Það á að taka hér upp Sóknarmarks kerfi sem stoppar allt það óræéttlæti og óhagræði sem fells í stjórnun fiskveiða með kvóta aðferð.

Það er einstakt nú þegar allt svindlið og sögur um mannlegt ofbeldi eru að koma upp á yfirborðið aftur og aftur að Ríkistjórn sem situr með umboð til að gera breytingar og afnema spillinguna ætlar að festa hér í sessi kvótakerfi. Kvótakerfið er sannanlega rót þess rotna samfélags sem var hér fyrir hrun og þeir sem blómstruðu í þeim hrunadans eru nú á fullu að viðhalda óbreyttu ástandi. 

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er nú að styðja þessi öfl og ætlar ekki að fara að vilja þjóðarinnar og skapa hér "Nýtt og betra Ísland". Fyrsta og stærsta skerf sem þarf að taka til að bæta hér ástandið er að afnema kvótakerfið með öllu. Það er bara lýðskrum að segjast vera að afnema eitthvað með að leggja hér fram frumvarp um nýtt kvótakerfi. Það er bara óbreytt ástand og meiri spilling. 

Ef Ríkistjórnin er svo aum að hún þorir ekki að taka ábyrgð á því að afnema kvótann af hræðslu við Þorstein Má og hyskið sem flykkir sér í kringum hann á hún að setja saman frumvarp um annarsvegar Kvótakerfi og hins vegar Sóknarmark. Síðan á þetta val að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu  þar sem við þjóðin greiðum atkvæði um og veljum annað tveggja. Þetta á að gera fyrr en seinna því neyðrástand er í þjóðfélaginu og hér þarf réttlæti sem aldrei verður með áframhaldandi Kvótakerfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Gallinn við bæði kerfin eru.  Nýliðun í bæði kerfin eru mjög erfið.  Kvótinn er dýr í kvótakerfinu og dagarnir eru dýrir í sóknakerfinu eins og er í Færeyjum.

Annað kerfið stjórnar hvað þú mátt veiða en hitt kerfið ræður hvað marga daga þú mátt róa.

Ekki voru menn ánægðir með strandveiðikerfið á Vestfjörðunum , voru nokkra daga að klára pottinn. Miðað við þá reynslu mundu trillurnar fá 7 daga í sóknakerfinu á mánuði sem Hafró myndi svo fækka vegna of mikils afla.  Það sama yrði hjá stærri bátunum og skipum, 7-10 dagar í mánuði myndi skila þeim þorskafla sem Hafró telur óhætt að veiða.  Skrapdagarnir myndu svo gefa annað eins magn af þorski, þá værum við komnir með 360 þúsund af árs þorskafla, HVAÐ HEFÐI HANN FAÐIR MINN GERT ÞÁ

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 29.3.2011 kl. 13:03

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka þér fyrir athugasemdina Hallgrímur. Ég hef ekki áhyggjur af aflamagni og það þarf engar takmarkanir á handfæraveiðar og grásleppuveiðar.

Varðandi veiðar stærri skip á Sóknarmarki hafa þau fyrir utan stopp-daga eins og þú segir Þorsk-daga og Skrap-daga. Ef þorskur fer upp í veiðinni er það af því að stofninn er betur á sig kominn en áætlað var og þá er ekkert að því að veiða hann. Gott ef á meðan á skrap-dögum stendur fáist leyfileg prósenta af þorski.Eins og þú manst 5% - 10% -15% þorsku sem hægt var að velja fyrir löndun. Ef fram yfir fór það í Ríkissjóð. 

Hve mikill verður heildar afli af þorski er ekki áhyggju efni frekar ef aflinn minnkar verulega þá verður að hefta sóknina tímabundið og setja hrygningu í gjörgæslu.

Hallgrímur Sóknarmark er eins og að rækta garðinn sinn. Þú passar uppá hann og hirðir afraksturinn án þess að eyða undirstöðunum eða ofbeita hann.

Aðal málið að öll þjóðin nýtur afraksturs og óréttlæti er eytt.  

Ólafur Örn Jónsson, 29.3.2011 kl. 14:40

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ólafur,  ég hef engar áhyggjur á aflaaukningu, heldur viðbrögðum hjá Hafró vegna aukins afla.  Ef hafró réði daga fjölda þá yrði róið kanski hálft árið vegna of mikils þorskafla. Alveg sama hvaða kerfi er notða til að takmarka veiði meðan Hafró ræður einhverju um það er vanveitt úr flest öllum stofnum. 

Þú tókst dæmi um daginn að karfanum hefði verið útrýmt úr Skerjadýpinu með flottrollinu, ég tel að ástæðan fyrir því að hætt var að veiða með flotinu var að aflinn minnkaði svo mikið að það borgaði sig ekki, ( Debet og Kredit.) Nú má segja að svæðið er í friðun þar til að karfinn nái sér upp aftur og flottrollsveiðin verður hagkvæm aftur. Svoleiðis myndi frjáls sókn okkar tíma virka  ( engir sjóðir eða sukk til að sækja í eða ríkisstyrkir )  Aðeins Debet og Kredit sem stjórna.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 30.3.2011 kl. 12:24

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Hallgrímur ég skil þínar áhyggjur út af Hafró. En þú verður að skilja að núna er engin skynsemi bak við ákvarðanir Hafró. Hafró er stjórnað alfarið af LÍÚ og ekki má auka aflaheimildir til að veðin í bönkunum hrynji ekki. Svona hegðun átti ekki við þegar Sóknarmarkið var í gangi.

Í Sóknarmarki er óhætt að fjölga þorskdögum þegar mikið er af þorski en fækka þegar lítið er af þorski.  Vernda stofninn þegar hann er í lægð en veiða eins mikið og hægt er þegar allt er fullt af þorski eins og núna. Grisja stofninn þegar hætta er á ofjölgun og öfugt. 

Það má aldrei leyfa Gloríuna aftur ótakmarkað í  skerjadýpinu. Göngurnar sem koma inn til hrygningar eru alltof samþjappaðar til að leyfa slíka veiði allt haustið. Ef eins og var gert sé legið á þessum fiski og hverri torfunni eytt eftir aðra verður annað hrun. Ef menn krefjast þess að fá að veiða úr þessum takmarkaða stofni tel ég að ekki megi stunda þessar veiðar með Gloríu trolli meira en 1 mánuð á hausti.

Ríkið á að koma sem minnst nálægt atvinnugreininni. Þeir sem kunna munu hafa góða afkomu af fiskveiðum hinir verða að fara að finna sér eitthvað annað að gera. Manni er sagt að skulda söfnun útgerða sé slík að eina ástæða þess að þau eru ekki farin undir sé kvótaveðið. Ef það hverfi þá sé fyrirtækið gjaldþrota. Kvótakerfið er ástæða þessa ástands. Svona getur aldrei skeð í Sóknarmarki. 

Ólafur Örn Jónsson, 30.3.2011 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband