HVERS VEGNA ÞARF AÐ RANNSAKA?

Það hlýtur að verða krafa að það fari fram rannsókn á því hvernig útgerðaraðilar með hjálp spilltra stjórnmála manna náðu og halda þeim heljar tökum á Alþingi og Hafrannsóknarstofnun sem raun ber vitni. Það verður að láta rannsaka hvernig stendur á því að það er verið að eiga við stjórnun á aflamagni hvers árs í þeim tilgangi að halda hér uppi verði á kvótum í stað þess að hámarka aflann.

Þetta plott sem búið er að standa síðan aflaframsalið var sett á er búið að kosta þjóðina milljarða í töpuðum útflutnings tekjum fyrir utan að hafa kostað fleiri manns vinnuna. Það hlýtur að vera krafa þjóðarinnar núna í uppgjörinu að þetta verði rannsakað til að hægt verði að skera á þessi óeðlilegu völd sem grafið hafa um sig í kringum útgerðina og eru að eyðileggja uppbygginu samfélagsins. 

Það er ekki hægt að láta menn sem sópað hafa að sér völdum í krafti lána tekin út á veðsetningar kvóta standa í vegi fyrir afnámi óréttlætis og uppbyggingar Nýs og betra Íslands.

Sóknarmark er sannanlega leiðin við stjórnun fiskveiða sem á að fara til að skapa hér réttlæti og hagsæld fólksins í landinu. Það verður að ryðja þeim öflum úr vegi og helst úr landi sem stand í vegi fyrir betrum bótum á samfélaginu. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Spillingin er rótgróin inn í Fjórflokkinn en fiskveiðistjórnunin sem blasir við að ætti að breyta fyrir þjóðarhag er varla rætt af einhverju viti.

Sigurjón Þórðarson, 27.3.2011 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband