FÖRUM OG VEIÐUM FISKINN

það fyrsta sem sjómenn læra þegar róið er til fiskjar er "að þú veiðir ekki á morgun það sem þú getur veitt í dag". Þetta eru ekki flókin fræði en þó of flókin fyrir hagfræðideild Háskóla Íslands og fyrir Ríkistjórnina. Það er í dag sem fólk sveltur, það er í dag sem fólk er atvinnulaust það er í dag sem Ríkistjórnin þarf að afnema kvótakerfið og byrja að veiða fiskinn sem flæðir um öll mið. Einn maður dekkhleður Þriggja tonna trillu trekk í trekk nokkra metra frá landi. Flotinn þarf 3 til 5 daga til að taka mánaðar skammtinn af þorski. FÖRUM OG VEIÐUM FISKINN.

Það eru svona afla hrotur sem við höfum lifað á sem þjóð. Það er í svona ástandi sem við verðum að veiða fiskinn því núna er of mikið af fiski á miðunum til að hann hafi nóg að éta svo best er að taka sem mest til að stofninn haldist á miðunum en hverfi ekki í fæðu leit eitthvert annað eins og skeð hefur trekk í trekk eftir svona ástand. 

Þetta er eins og guðsgjöf til þjóðar sem á í basli. Fólk sveltur og þarf matargjafir, atvinnuleysi sem aldrei fyrr, mesti niðurskurður í velferðakerfinu sem við þekkjum og fyrirsjáanlegt gat í fjárlögum ríkisins upp á milljarða. Þjóðin þarf á þessum fiski að halda til að skapa hagvöxt. En hvað? Það má ekki auka aflaheimildir af því að útgerðin vill það ekki!!!  Það má ekki gefa mönnum aflaheimildir svo verð á kvóta lækki ekki og veðin í bönkunum hrynji ekki. þjóðin biður um "Nýtt og betra Ísland" en það á ekkert að breytast!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Það má ekki þá gæti fólkið í landinu keypt sér salt í grautinn þessi stjórn er þjóðarskömm.

Jón Sveinsson, 23.3.2011 kl. 09:20

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Fátækir Íslendingar ættu að smíða flota af bátum, og róa til fiskjar

og fénýta aflann!

Aðalsteinn Agnarsson, 23.3.2011 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband