22.3.2011 | 12:51
ATVINNULEYSI OG EKKI MÁ VEIÐA
"Fólkið sveltur en ekki má fiska"? sagði okkar ágæti leiðtogi Bjarni heitinn Benediktsson. Þá eins og alltaf er mesta böl þjóðar þegar þegnarnir geta ekki séð fyrir sér og fjölskyldum sínum. Ríkistjórn Jóhönnu Sigurðardóttur komst að í krafti þess að þjóðin vildi breytingar til hins betra á öllum sviðum þjóðlífsins. Það rauk úr rústum Davíð-ismans og ekki beið auðvelt hlutverk Jóhönnu og hennar fólki en tækifæri voru í stöðunni.
Stærsta tækifærið sem þessari ríkistjórn gafst var að afnema örlagavald hrunsins KVÓTAKERFIÐ. Með því að, afnema það strax þegar Ríkistjórnin tók við og setja hér á Sóknarmark að hætti Matthíasar Bjarnasonar, hefðu hjól atvinnulífsins um allt land spólað af stað.
Því miður bar Ríkistjórninni ekki gæfa til að framkvæma þetta þá og allt hefur farið niður á við síðan. En nú þegar raunveruleikinn blasir við. Atvinnuleysi orðið það hæsta á Norðurlöndum í fyrsta skipti og niðurskurður á öllum sviðum er að setja velferðakerfið aftur fyrir miðja síðust öld í tíma.
Ég spyr. "Hvað er ríkistjórnin að hika"? Afnema nú þegar KVÓTAERFIÐ sem sannanlega er upphaf þeirra erfiðleika sem við gengum i gegnum og sá þröskuldur sem heftar þjóðina og fólkið í að bjarga sér.
Hristið af ykkur hræðsluna við Þorstein Má. Hans tími hroka og yfirgans er liðinn. Nú þarf að afnema Kvótann með einu pennastriki eins og gert var þegar kerfið var sett á.
Athugasemdir
Margir kusu Jóhönnu út af loforði, frjálsar handfæraveiðar.
Jóhanna gæti útrýmt byggða, fátæktar og atvinnuleysi Íslendinga ef hún
hefði áhuga á að efna þetta kosningaloforð.
Aðalsteinn Agnarsson, 22.3.2011 kl. 14:41
Já Aðalsteinn þakka þér athsm. Við búum að miklu leiti við heimatilbúinn vanda því miður. Þegar mikið liggur við verða menn að kunna að bregðast skjótt við. Ég er ekki að leggja til neinn galgopa hátt en það tæki fleirri ár að rústa stofnunum eins og Hafró virðist reyna að telja öllum trú um ef ekki er farið eftir ráðum þeirra. Eina ástæða þess að kvóti var settur á handfæra veiðar var að fá allan fisk inní kvótakerfið til að stjorna verðmyndun á kvótakíloinu.
Ólafur Örn Jónsson, 22.3.2011 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.