ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA UM FISKVEIÐISTJÓRNINA

Um áramótin hét Jóhanna þjóðinni því að farið yrði gegn kvótakerfinu. Ekki var annað að sjá og heyra en að þjóðin stæði að baki Forsætisráðherra og var því ekki annað að gera en að setja saman frumvarp sem annars vegar kollvarpaði núverandi kvótakerfi og gerbreytti úthlutunar reglum eða hreint og beint fara í Sóknarmark sem yrði besta leiðin.

En í síðustu viku komu fréttir að í byggingu væri stjórnarfrumvarp um áfram haldandi nánast óbreytt fyrirkomulaga á stjórnun fiskveiða með kvótakerfi og sömu úthlutanir til næstu 15 ára og þá kannski 5 % niðurskurð.

Síðan í gær segir Jóhanna í fréttum stöð 2 að hún sé fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótakerfið. Hvað á Forsætisráðherra við? Er hún að boða að hér verði þjóðinni gefinn kostur á að greiða atkvæði um eitt kvótakerfi á móti öðru alveg eins kvótakerfi.

Svona fíflar Samfylkingin ekki þjóðina. Það verður aðeins ein þjóaratkvæðagreiðsla um fiskveiðistjórnina og þjóðin á rétt á að fá að kjósa um annars vegar Kvótakerfi og hins vegar Sóknarmark.

Við erum heppin að eiga mjög gott Sóknarmarks kerfi tilbúið sem reyndist okkur vel og eins eru frændur okkar í Færeyjum með Sóknarmark sem góð sátt er um. Varðandi Kvótakerfi ætti það að vera gjörbreytt leið þar sem óréttlætið og framsalið verða afnumin.

Það er augljóst í mínum huga að þjóðin verður að fá að koma meira að stjórn landsins í framtíðinni og yrði það verðugt fyrsta skref að búið yrði til frumvarp um fiskveiðistjórnina þar sem gagngert er gert ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu í málinu. Hvort sem þingmönnum líkar það betur eða verr þá er það staðreynd að þjóðin er ekki sátt við framtaksleysi og spillingu sem viðgengst á þinginu. Því ástandi verður að linna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband