Sverð mitt er sannleikurinn og heiðarleikinn er minn skjöldur

Já sverð mitt gegn lyginni er sannleikurinn og skjöldur minn gegn græðginni er heiðarleikinn. Það verður ekki þegjandi komið á Nýju Íslandi. Hér situr fólk á kjötkötlum þjóðarinnar og heldur að það sé hafið yfir aðra þegna til að drottna í þessu þjóðfélagi. Af hverju er stór hópur fólks haldinn þessari siðblindu "án þess að vita það"? Jú þetta er siðblinda,veiki, sem er partur af græðginni. Peninga græðgi og eða valda græðgi.

Davíð-isminn í 16 ár er sennilega stærsti örlagavaldurinn að svona fór. Lygin tók við af sannleikanum og græðgin leysti heiðarleikann af hólmi og að stela varð dyggð. Það þarf ekki að orðlengja um hvernig fiskinum og bönkunum var stolið af þjóðinni  og allt endaði í hruninu. En það er uppbyggingin sem er í uppnámi.  Það er núna sem þeir sem búnir voru að koma krók sínum vel fyrir borð fyrir hrun ætla nú að stjórna því hvert stefnir í uppbyggingunni og koma í veg fyrir að þjóðin nái aftur eignum sínum og rétti. 

Íslenska þjóðin vill breytingar og er margbúin að senda sín skýru skilaboð til ráðamanna um "Nýtt og betra Ísland"en ekkert breytis. Það fólk sem á Alþingi situr virðist vera í heljargreipum þeirra afla sem ætla sér að halda áfram einkavæðingu á náttúrulegum eignum þjóðarinnar. Ætla Íslendingar að láta þetta viðgangast? Þetta er ekki spurning um vinstri eða hægri þetta er spurning um rétt eða rangt.

Hvar í flokki sem við stöndum verðum við fólkið, þjóðin nú að rísa upp og með öllum ráðum að stoppa þessa þróun. Þessa fyrirlitningu og lítilsvirðingu sem fámenn klíka sýnir þjóðinni og komandi kynslóðum. Já kæri lesandi ég er hvetja byltingar gegn ríkjandi ástandi og vopn okkar gegn lyginni og græðginni verða sannleikurinn og heiðarleikinn. Látum ekki sjúka gróðapunga ræna okkur og afkomendur okkar lifibrauðinu og sjálfsvirðingunni. Leggjums öll á eitt og tökum stjórn landsins í okkar hendur hér er ekkert lýðræði það fólk sem nú situr á Alþingi er ekki alls ekki traustsins vert. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband