20.3.2011 | 13:15
KVÓTAKERFI / ICESAVE
Gullið tækifæri er að renna okkur úr greipum nú þegar þjóðin flykkir sér á kjörstað til að kjósa eingöngu um Icesave. Það sem hefði átt að gera var að setja upp þjóðaratkvæðagreiðslu jafnhliða Icesave um Kvótakerfi VS Sóknarmark en í staðinn ákváðu einhver öfl að svona skyldi farið að. Láta þjóðina kljást um Icesave en á meðan átti að smygla í gegnum þingið áframhaldandi kvótakerfi.
Fólk verður að gera sér grein fyrir að jú "Icesave og hver borgar" er mikilvægt fyrir okkur en ekkert í líkingu við þau auðævi sem þjóðin er að missa af ár eftir ár útaf fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar. Hvað breytis fyrir samfélagið ef við fáum hér aftur Sóknarmark? Jú aðilum fjölgar í sjávarútvegi og fleiri skip bera fisk inná smærri staði sem eru nær fiskimiðunum. Allur fiskur fer á markaði svo allir hafa aðgang að fiski sem vilja. Stærsta breytingin fyrir þjóðfélagið verður að meiri botnfiskur berst að landi (auknar aflaheimildir og brott kast ) og fiskurinn fer í gegnum hendur fleiri sem þýðir meira flæði peninga um æðar þjóðfélagsins alls en nú er. Sem þýðir alvöru hagvöxtur fólksins.
Skrítið hvað hagfræðingar við HÍ láta lítið yfir mikilvægi þess að peningar flæði sem víðast um þjóðfélagið öfugt við það sem hagfræðingar annarra þjóða leggja mikla áherslu á þennan þátt til að bæta fjármálaumhverfið í löndum sínum. Hagfræðingar HÍ vilja binda afrakstur fiskveiðiauðlindarinnar innan sem fæstra og stærstra og gefa þar með skít í raunverulegan hagvöxt fólksins. Ég held að HÍ sé ekki búinn að ná því hvað þjóðin er að fara með að hér verði að byggja upp Nýtt Ísland. Eins og Alþingi og fleiri stofnanir ríkisins er HÍ ekki í neinum tengslum við vilja og þarfir þessarar þjóðar.
Hvað breytis í þjóðafélaginu þegar afrakstur fiskveiðanna fer í gegnum hendur svo margra eins og var hér í Sokarmarkinu þegar við bjuggum við alvöru hagvöxt fólksins. Jú fleiri skip koma víðar og fleiri keppast um að fá fisk og fleiri keppast um að flytja út fisk. Þegar auknir peningar fara í gegnum hendur fólksins fá bæjarfélögin meira til sín og þjónustu fyrirtækin fá meira til sín. Öll nálægð fólksins byrjar að blómstra fjárhagslega og mannlega. Meiri fiskur berst aftur til dæmis til Vestfjarða sem mun kalla á fólk sem er reiðubúið að vinna bæði sjómenn sem ekki fá í dag vinnu hjá fyrirtækjum tengdum Samherja og verkafólk mun flykkjast í byggðarlagið sem mun þar með kalla á meiri þjónustu.
Ég kalla það glæp að svíkja þjóðina um að ráða sjálf sínum málum varðandi fiskveiðistjórnina og er engin munur á því fólki á Alþingi íslendinga og þeim einræðisherrum sem nú er verið að steypa af stóli hvað það varðar að þeir hafa ekki farið að vilja fólksins í landinu. Það eru ekkert annað en Landráð ef stjórn lands hundsar vilja þjóðar sinnar.
Athugasemdir
Það er alveg búið að maður geti borið einhverja virðingu fyrir stjórnvöldum eða stjórnsýslunni yfir höfuð. Enda ganga stjórnmál, eins og Styrmir Gunnars sagði í Mogganum um helgina, út á sérhagsmunagæslu.
Þá lét Sáttanefndin "góða" sem sætta átti hagsmunaaðila og þjóðina um réttlátt fiskveiðikerfi sér duga að sættast við sjálfan sig og ræddi aldrei sóknarmarkið eða sóknardagakerfi Færeyinga svo ótrúlega sem það hljómar.
Færeyjar er eina landið sem vitað er um þar sem almenn sátt er um ákveðið fiskveiðikerfi og það er ekki einu sinni rætt af aðilum hér heima sem höfðu það eina verkefni að endurskoða fiskveiðikerfið. Það segir manni að sjálfsögðu að þetta er helsjúk þjóð sem býr í þessu landi og virðist líka það vel að ákveðin forréttindaöfl taki hana þurrt görnina.
Nú hefur Samherja tekist, með aðstoð hrunkrónunnar, að komast yfir stóran hluta af fiskveiðiflota og fiskvinnslu Færeyja svo fljótlega ætti hann að geta sagt okkur hvernig er að vinna í sóknardagakerfi.
Fer þetta ekki annars að vera fyndið með Samherja , það virðist vera góður kostur að vinna eftir reglum ESB og í sóknardagakerfi... bara alls staðar annars staðar en á íslandi.
Þetta fer að minna mann á starfsaðferðir fíkniefnaklíka sem verja sitt svæði með öllum ráðum en eru svo alltaf til í að gera strandhögg hjá öðrum.
Atli Hermannsson., 20.3.2011 kl. 14:54
Já Atli hann Þorsteinn hefur ekkert á móti því að veiða í hvaða kerfi sem er bara ef hann getur notað þetta fáránlega kvótakerfi á Íslandi sem veð í bönkunum í útrás sinni.
Ég get sagt þér að Þorsteinn Már hlær bara af þessum bjánum í LÍÚ sem láta hann leiða sig á asna eyrunum í þessu kvótabulli fyrir honum er þetta bara að spila á bankanna. Þess vegna er hann kominn með nýjan banka þar sem hann getur valsað um og notað sér bankann til að þurfa ekki að vera uppá ókunnuga kominn.
Mér sýnist valdagræðgin vera peningagræðginni yfirsterkari hjá Þorsteini Má.
Ólafur Örn Jónsson, 20.3.2011 kl. 17:49
Óli. Þú hefur nú tekið eftir því hjá fræðingunum, að þeir eru alltaf að tala um hvað það séu margir fiskar í sjónum og hvað hinir ýmsu stofnar þurfi að vera stórir til að tryggja eðlilega endurnýjun. Sem sagt endalaust tal um svokallaða "uppbyggingu" hvernig til hafi tekist, af hverju ekki hafi tekist að byggja upp og hvers megi vænta ef ekki verði farð eftir ráðleggingunum þeirra. Umræðunni er sem sagt aldrei beint að þeim afla sem að landi berst og hvað auðlindin ætti að geta gefið af sér af rétt nýtingarkerfi væri notað og hlýtur það að vera það sem mestu máli skiptir- landaður afli
Þá er einnig gengið út frá því sem vísu að ef fiskur sé geymdur í sjónum á milli ára muni hann fjölga sér eins og kanína þegar allar tölur frá Hafró staðfesta í sjálfu sér að það hefur aldrei borgað sig að geyma fjögurra ára fisk og veiða hann fimm ára. Þá klifa þeir endalaust á því að hrygningarstofninn þurfi að vera svo og svo stór þó svo að ekkert bendi til að svo þurfi að vera. Stærstu seyðaárgangarnir hafa nefnilega komið á síðustu 10 árum þrátt fyrir (vegna) tiltölulega lítinn hrygningarstofn.
Í fyrsta lagi bætir fjögurra ára fiskur sama og ekkert við sig ef hann er þá þegar orðinn kynþroska og étur því bara frá þeim sem annars myndu nýta takmarkað fóður til vaxtar. Þá þarf vöxturinn eðlilega að vera meiri en nemur náttúrulegum afföllum sem getur hæglega legið á bilinu 20-25 prósent á milli ára til að vera á pari. En staðreyndin er sú að við erum aldrei á pari, hvað þá bördí. Eitthvað segir manni að einn fugl í hendi er betra en tveir í skógi.
Hvenær ætlar annars almenningur a fara að átta sig á því að eina fyrningarkerfið sem er í notkun er fyrning byggðanna í sjúklegri stærðardýrkun fáeinna spila- og valdasjúklinga sem er skít sama um samlanda sinna.
Þegar atvinna er takmörkuð í landinu eins og nú er, hlýtur að skjóta skökku við að viðhalda sérhagsmunakerfi sem miðar að því að samþjappa, lækka launagreiðslur og eyða meiru í olíu og erlendan kostnað. Hvernig samrýmist það annars lífsskoðunum Vinstri grænna?
Japan sem varð nú fyrir gríðarlegu áfalli er rúmlega tvisvar sinnum stærri fiskveiðiþjóð en við Íslendingar í tonnum talið. En á heimssíðu LÍÚ er sagt að 6,000 fiskiskip hafi skemmst eða eyðilagst í hamförunum og hamfarirnar hafi bein áhrif á 40 þúsund sjómenn og 40 þúsund aðra sem tengjast japönskum sjávarútvegi.
Hvað eru þessar tölur annars að segja okkur. Jú, Japanir eru m.ö.o. hlutfallslega að veita margfalt fleira fólki atvinnu tengdu sjávarútvegi og fiskvinnslu og hlýtur það að teljast þjóðhagslega hagkvæmara en að eyða afrakstrinum af auðlindinni og rándýrum gjaldeyrinum í aðkeypta olíu á flotann.
bottom line: Þjóðin er að ganga af göflunum út af Icesafe , en hefur nær engar skoðanir á fiskveiðikerfinu eða afrakstri auðlindarinnar sem er þó megfallt stærra hagsmunamál.
Atli Hermannsson., 20.3.2011 kl. 18:20
Eftir stríð voru Norðmenn fátækasta þjóð Evrópu, en þeir rifu sig upp með
stórum flota smábáta, sem var mannaður 100.000 sjómönnum, 1975 voru ennþá
eftir 27.000 fiskiskip, sem skiftust í 19.000 opna báta (trillur)
7.500 þilfarsbátar, þaraf 4.800 undir 40 fetum, og 600 skip yfir 100 brúttó tonn.
Ísland 25/2. 2011. alls 1.625 fiskiskip á skrá.
Togarar = 57. Vélskip = 761. Opnir Fiskibátar = 807.
Frjálsar handfæraveiðar leysa byggða, fátæktar og atvinnuvanda Íslendinga,
lærum af Norðmönnum.
Aðalsteinn Agnarsson, 20.3.2011 kl. 19:47
Já Atli það sker í augu að sjá hve mikil viðbrögð þjóðarinnar eru út af Icesave þegar fáir tjá sig um óréttlætið sem þjóðin hefur orðið fyrir er fyrir og verður fyrir haldi það áfram. Ef okkur hefði borið gæfa til að halda hér áfram með Sóknarmarkið væri ekkert Icesave og ekkert hrun við stæðum sennilega jafnfætis Norðmönnum að efnum. Núna hreifist ekkert i uppbyggingunni? Hvers vegna? Jú peningarnir eru ekki í hringrás þeir eru lokaðir inni í útgerðinni í stað þess að vera í æðakerfi þjóðfélagsins.
Já Aðalsteinn við urðum mikið hissa félagarnir á sjónum þegar settur var kvóti á handfæraveiðar og ég hef alltaf sagt ef við þurfum að takmarka handfæraveiðar þá getum við flutt héðan því þá er enginn fiskur eftir í sjónum. En kvótinn á handfæraveiðar var ekki settur til að vernda fiskstofna heldur til að styrkja við verð á leigukvóta og þar af framsals kvóta til að hækka veðleyfið fyrir kvóta utgerðarinnar. Bara partur af plotti Kristjáns Ragnarssonar og Þorsteins Má.
Ólafur Örn Jónsson, 20.3.2011 kl. 21:38
Það er alveg sama hvaða kerfi við notum við fiskveiðar. VANDAMÁLIÐ ER AÐ FISKIFRÆÐINGAR STJÓRNA FERÐINNI.
Sóknarmark með svo litlar heimildir í þorski veldur því að bátar mega ekki vera á þorskveiðum nema nokkra daga í mánuði, þá verður að vera á skrapi og þá má ekki vera nema kannski 15% þorskur í meðafla, því sem kemur um fram það yrði hent.
Það yrði öruggt að heildarafli yrði kominn yfir ráðlegt mark Hafró eftir kannski 8-9 mánuði þá yrði að stoppa veiðar. Hvað á að segja við viðskiptavinina þá.
'Ólafur þegar þú varst að veiða í sóknarmarkinu í gamladaga þá var bara Verið að reyna að stýra sókn í Þorskinn. Þú máttir veiða eins og þú vildir annað.
Á skrapdögunum mátti veiða 15% þorsk því sem kom umfram var hent,
Hallgrímur Gísla (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 10:48
Sæll veru Hallgrímur. Það er ekki sama hvaða kerfi er í gangi. Núna vegna tengsla úthlutaðs afla er aflahámarki í þorski og öðrum tegungunum stjórnað að LÍÚ í þeim tilgangi að halda kvóta verði uppi svo veðin í bönkum hrynji ekki.
Í sóknarmarki verður þessu ekki fyrir að fara og í sókn fær Hafró miklu meiri nálægð við það sem miðin "segja" hve víða er þorskur í hve miklu magni og hvaða árgangar. Með þessu eykst þorskur sjálfkrafa og Hafró verður að sjálfsögðu sátt við gott ástand á miðunum þótt þeir hafi ekki séð það fyrir og öfugt.
Varðandi 15 % regluna sem var reyndar 5 % 10 % og 15 % þá var búið að breyta því þannig að skipstjórinn ákvað þegar hann var hættur veiðum í hvaða leyfi hann vildi skrá túrinn. Afli sem þá var umfram það sem hann vildi nota færi þá bara í Ríkissjóð. Ekkert brott kast ef einhverra hluta vegna kemur um borð fiskur sem ekki er heimild fyrir fer hann þegjandi og hljóðalaust í Ríkissjóð. Enginn ávinningur fyrir áhöfn að fiska fyrir Ríkissjóð. Ég fyrri mönnum frá að halda því fram að það sé keppikefli sjómanna að henda fiski það er af og frá.
Nei Sóknarmarkið stýrir sér sjálft í því ef veiðin er betri en Hafró áætlar og meira berst að landi þó með þeim takmörkunum á sókn sem fellst í Sóknarmarkinu. Eins mun" allur fiskur á markað" hjálpa við að dreifa sókninni. Hér verða aldrei neinar "olimpiskar" veiðar. Nema kannski á Makríl. : -))
Ólafur Örn Jónsson, 21.3.2011 kl. 12:11
Sæll Ólafur Örn. Hafró hefur í gagnabönkum sínum öll tog síðustu 10 ár eða meira. Hvar togið byrjaði, togtíma, hitastig, skiptingu afla og fleira. En ég efast um að þessar aflabækur séu nokkurn tímann skoðaðar. Þú bendir réttilega á að enginn ávinningur er fyrir áhöfn að koma með óleyfilegan afla í land , því verður honum hent. Það var gert áður fyrr og yrði gert aftur.
Skipið sem ég er á má fiska 80-90 tonn á mánuði af þorski, það gera um 3 tonn á dag, við þurfum ekki nema 3-4 daga til að taka þann skammt . Þú sérð að sóknar markið yrði ekki góður kostur. Flest allir togararnir eru með svipaðan skammt af þorski.
Hallgrímur Gísla (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 16:37
Þakka þér fyrir Hallgrímur. Ég veit hve asnalegt þetta er og þess vegna reyni ég nú eftir að hafa verið múlbundinn í 13 ár að halda áfram þar sem frá var horfið 1998 að benda fólki á þessa vitleysu sem þú ert að segja. Í sóknarmarki fáið þið minnst 220 daga til að veiða ótakmarað ca helming af tímanum þorsk og restina af tímanum aðrartegundir blandaðar þorski.
Það mætti kannski auka 15% 10% og 5% og hafa einnig einn túr 20%. En aðalmálið er að ekkert brottkast og allan fisk á vikt. Hlýtur að vera betra en leigu kvóti sem áhafnir verða að borg með vinnu sinni.
Eftir þessari lýsingu á þorsk veiðinni fullyrði ég að stofninn þolir þrefalda veiði á móti því sem úthlutað er í dag.
Ólafur Örn Jónsson, 21.3.2011 kl. 21:43
Það er líka spurningin hvort að við þurfum nokkra stýringu aðra en Debet og kredit.
Þegar afli minnkar og stofnar dragast samann þá fara einhverjar útgerðir á hausinn bankar fá til sín báta og skip upp í skuldir. Eftir einhver tíma kemst á jafnvægi, því sóknin minnkar og veiðistofnar rétta úr kútnum, útgerðir fara að græða og bankar geta þá selt báta ef þeim sýnist svo. Ríkið má alls ekki skipta sér af málum.
Hallgrímur Gísla (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 12:39
Þarna eru við nánast sammála Hallgrímur. "Ég persónulega sé fiskveiðistjórnun eins og að rækta garð". Ef við förum varlega í umgegni við Hryggningu og Smáfiskasvæði þá ættum við að geta haft minnst helmingi fleiri skip á miðunum á skynsamlegri sókn. Allur fiskur fari á markaði eins og sjófrystur fiskur fer í dag. Enginn er að tala um olimpiskar veiðar. (hræðslu áróðaur)
Já eins og í öllum greinum atvinnulífs þá gefast sumir upp og hinir sem kunna taka við. Ég hef marg bent á þetta í ræðu og riti en völdin sem fólgin eru í veðunum í bönkunum eyðileggja alla skynsamlega umræðu um fiskveiðistjórnina.
Þeir sem eru að setja útgerðir í hendur afkomenda sinna eru ekki allir sáttir við að ungafólkið þurfi að hafa fyrir þessu. Þess vegna vilja þeir halda framsalinu og ofurverði á kvótum.
Ólafur Örn Jónsson, 22.3.2011 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.