19.3.2011 | 11:58
ARGASTA SIÐLEYSI
Niðurlægingin sem þjóðinni er sýnd með nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar um stjórnun fiskveiða er alger. Hér sést hvernig plott fáeinna manna innan LÍÚ undir forystu Þorsteins Má og Kristjáns Ragnarssonar er að skila árangri. Síðan 1993 er búið með skipulögðum hætti að fara með fantaskap og ofbeldi gegn frjálsri skoðana myndun í þjóðfélaginu.
Nú horfir þjóðin agndofa á hið háa Alþingi með Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í broddi fylkingar misþyrma vilja þjóðarinnar. Þá spyr maður ef yfir 60 % þjóðarinnar vill afnema kvótakerfið afhverju speglast sá vilji ekki innan veggja Alþingis?? Jú í 18 ár er búið að fara á eftir fólki með ekki bara hótunum heldur ofbeldi sem fólst í atvinnu missi og viðskipta þvingunum (Mubarak). Stjórnmálamenn sem vildu fara gegn hinu augljósa óréttlæti og spillingu sem í framkvæmd kvótakerfisins felst voru einfaldlega þaggaðir niður með slíku ofbeldi.
Þá horfir maður á hvernig Alþingi Íslendinga er orðið saman sett. Eingöngu já bræður LÍÚ klíkunnar sem þora ekki einu sinni að gagnrýna kvótakerfið þótt að ljóst sé að það brýtur í bága við alþjóða mannréttindi. Augljóst óréttlætið er bara hundsað að þeim sem sitja á Alþingi og þau loka augunum fyrir spillingunni sem viðgenst eins og t.d. Skinney/Þinganes 2,3ja milljarða bankaránd.
Það sem ég er að segja með þessu er að þjóðin ræður ekki sínum málum af því að sett var hér á kvótakerfi gegn vilja þjóðarinnar. Af því að útgerðamenn komust upp með það þá varð græðgin alsráðandi og framsalið var sett á og nú var stefnan sett að þessi auðævi fiskurinn í sjónum yrði eign þeirra sem þá héldu á veiðiréttinum. Eins og siðspilltir einræðisherrar fór "leynileg" klíka Þorsteins Má af stað með skipulögðum hætti og braut niður allar raddir sem reyndu að segja sannleikann um kvótaframkvæmdina og það sem var í uppsiglinu.
Með Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson við stjórnvölinn náðu þessir menn að sýkja svo þetta samfélag að hér er ekki virkt lýðræði í dag. Heiðarleikinn hefur vikið fyrir græðgi og siðblindu. Sjálftöku peningar (þjófnaður) er dygð í dag. Jóhanna Sigurðardóttir og hennar flokksbræður styðja þetta ástand og ætla að bæta um betur og í stað þess að nýta tækifærið og afnema þetta ófremdar ástand á að lögleiða hér áframhaldandi eignarhald útgerðamanna á kvótanum og ekkert gert til að leiðrétta það óréttlæti sem viðgengist hefur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.