17.3.2011 | 14:37
HNEYKSLI!!!RÍKISTJÓRNIN ÆTLAR AÐ SVÍKJA ÞJÓÐINA. ÓBREYTT KVÓTAKERFI!
Þrátt fyrir að manni hafi grunað að eitthvað væri að gerjast eftir útspil Bjarna Benediktssonar í ICESAVE þá er það eins OG blaut tuska í andlitið þjóðarinnar að sjá ríkisstjórnina ganga frá frumvarpi um áframhald kvótakerfisins. Það sem kemur fram í frétt Fréttablaðsins segir okkur að hér er á ferðinni frumvarp sem er eins og sniðið eftir hugmyndum LÍÚ. Engar breytingar. Einhver 8 % til byggðarlaga og síðan kannski eftir 15 ár !!!! þá kannski 5 % í viðbót.Bara fíflagangur.
Hvaða viðbjóðslegu niðurlægingu ætlar Alþingi að sýna þjóðinni? Kvótakerfið brýtur í bága við almenn mannréttindi! Kvótakerfið er í andstöðu við vilja þjóðarinnar!Kvótakerfið er orsakavaldur þjóðargjaldþrotsins! Kvótakerfið mun valda öðru þjóðargjaldþroti ef þetta verður að lögum. Kvótakerfið felur fáum útvöldum einkarétt á nýtingu auðlindarinnar. Samfylkingin gengur hér í sæng með glæpaklíku Þorsteins Más Baldvinssonar sem í 18 ár hefur stefnt einmitt að því að gera nákvæmlega það sem verið er að gera núna með þessu frumvarpi. Hvernig geta VG látið draga sig svona á asna eyrunum?
Það er heilög skylda Ríkisstjórnarinnar við þjóðina að gefa okkur kost á að kjósa um áframhald þess kerfis sem búið er að eyðileggja ekki bara efnahag heldur einnig heiðarleg gildi þessarar þjóðar eða Sóknarmarks. Sóknarmark er sanngjarnt fiskveiðistjórnunarkerfi sem hyglar engum fram yfir annan og mun skila ekki eingöngu verdun og uppbyggingu fiskstofnanna heldur einnig hámarka afrakstur miðanna.
Athugasemdir
Mig grunaði alltaf að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið "óbreytt" fiskveiðistjórnunarkerfi í skiptum fyrir "breytt viðhorf" í Ices(L)ave málinu....
Jóhann Elíasson, 17.3.2011 kl. 14:58
Er þetta ekki bara fórnarkostnaðurinn fyrir atkvæði sjálfstæðismanna í Icesave?
Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 15:07
Mér datt aldrei til hugar að þessi ríkisstjórn myndi leiðrétta óréttlætið. Þegar ég hafði unnið málið gegn ríkisvaldinu og Hæstiréttur hafði dæmt gjafakvótakerfið andstætt stjórnarskránni með Valdimarsdóminum 4. desember 1998 var ég boðinn í umræðuþátt á Bylgjunni til þess að ræða þar við fulltrúa andstæðra sjónarmiða. Sá fulltrúi var Steingrímur J Sigfússon.
Samfylkingin er svo gegnum óheiðarleg og nátengd sterkum hagsmunaðilum eins og Vinstri grænir að einskis er að vænta úr þeirri áttinni. Þeir hafa aftur og aftur slegið sér að brjóst fyrir kosningar og náð kjósendum út á loforð sem þeir ætluðu sér aldrei að uppfylla. Þeir munu lofa því sama fyrir næstu kosningar.
Þjóðin hefur þrívegis staðið til boða að kjósa gegn gjafakvótakerfinu. Kannski voru þeir sem buðu sig fram af heilindum eins og undirritaðir ekki traustsins verðir. Þar er þó ekki við okkur að sakast heldur þá sem ekki komu til liðs við okkar. Mín ósk var alltaf sú að svo sterkir menn kæmu til liðs við okkar að þeir veldust til forystu og ýttu mér og mínum líkum til hliðar.
Þjóðin þarf að spyrja sig hvort hún valdi rétt árið 1999, árið 2003 og árið 2007. Ég sjálfur var raunar ekki í framboði árið 2007 en studdi þann flokk sem ég taldi helst líklegan til þess að taka á málinu. Þá sópaðist fylgið til Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins undir glæsilegri forystu Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar! Þjóðin hafði enn einu sinni þekkt sinn vitjunartíma!!!
Valdimar H Jóhannesson, 17.3.2011 kl. 16:29
Já strákar það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þetta "plott" heldur áfram. Ég er nokkuð viss um að þetta nær lengra en bara til Icesave. Gaman að vita hvenær verða næstu kosningar og hvernig verður næsta ríkisstjórn??
Maður er alveg gáttaður. Þetta er svo svívirðileg framkoma gagnvart kjósendum og þeim sem stóðu að baki því að koma þessari ríkistjórn til valda. Hvernig getur Jóhanna Sigurðardóttir vogað sér að niðurlægja sína kjósendur og fylgjendur svona. Hennar tími er greinilega kominn. Gaman að heyra hana tala um spillingu annarra í framtíðinni.
Ólafur Örn Jónsson, 17.3.2011 kl. 18:58
Er ekki refsivert að ljúga og spila svona með okkur, hélt að öllum væri kennt að orð skulu standa.
Aðalsteinn Agnarsson, 17.3.2011 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.