19.3.2011 | 08:55
Snillingarnir Hannes Hólmsteinn og Ragnar Árnason
Hagfræðiprófessorinn Ragnar Árnason átti loka sprettinn á málþingi á vegum Háskóla Íslands fyrir. nokkrum dögum. Ég er svo heimskur að hafa haldið að eftir að gert hefur verið þvílík háðung af yfirlýsingum Hannesar Hólmsteinn á youtube ( Hannes hólmsteinn í Ísland í dag ) væri búið opinbera bullið um að við setningu framsalsins á kvótann hefðu orðið til gífurleg auðævi sem ekki voru til áður.
Nú leyfir Prófessor Ragnar Árnason að fullyrða að við setningu framsalsins á kvóta hafi orði til í íslenska hagkerfinu kr. 450 milljarðar! Og síðan að þessi 450 milljarðar eru búnir að vera til í landinu síðan en ef kvótinn verður afnuminn TAPI þjóðin þessum 450 milljörðum!! Og falli það eins og skattur á hvert manns barn í landinu! Þjóðin missi allan stuðning erlendra þjóða og enginn vilji lengur kaupa af okkur fiskinn!!
Fyrirgefðu kæri lesandi ég sat þarna fyrir framan prófessor við okkar helstu menntastofnun og fannst ég vera að hlusta á mesta hálfvita fyrir utan Hannes Hólmstein að sjálfsögðu sem ég hefði augum litið. En náttúrulega er Ragnar enginn hálfviti hann er að vinna vinnuna sína og gera það sem honum hefur verið falið af yfirmanni sínum Þorsteini Má Baldvinssyni. Halda áfram plotti sem hófst 1993 að með öllum tiltækum ráðum að viðhalda hér kvótakerfi við stjórnun fiskveiða hvað sem það kostar. Ragnar er ekki að hugsa um heiðarleika eða starfsheiður allt skal víkja fyrir lygi og ómerkilegum málflutningi.
En núna eins og kom fyrir þorstein Má á Akureyrarfundinum skaut Ragnar langt yfir markið. Bullið var svo yfirgengilegt að það hlýtur hver maður sem heyrir þessa rökleysu að sjá að allt þetta umstang Ragnars í blöðum og hvar sem hann kemur er bara veik tilraun til að þóknast Þorsteini Má og þeim sem enn standa við bakið á honum og eru reiðubúinn að falla með honum þegar illvirki hans verða öllum ljós.
Það slær þó öllu við að sjá að Ríkisstjórnin og Alþingi séu á sama plani og bullukollar í Hagfræðideild HÍ leppar LÍÚ. Að ætla nú þegar mesta nauðsyn ber að fara að vilja þjóðarinnar varðandi kvótakerfið að afnema það þá selur Jóhanna sína sál og ætlar að ganga í lið með ofbeldis mönnum og lögleiða hér óbreytt kvótakerfi. Aldrei hef ég séð forsætisráðherra fara svo grimmilega gegn þegnunum nema ef vera kynni þegar Davíð setti okkur í flokk hinna 16 viljugu þjóða. Ömurlegt þegar spillingin ristir svo djúpt að manneskjan sem komst til æðstu metorða svíkur þjóð sína með þessum hætti.
Athugasemdir
Flottur ertu Ólafur!
Aðalsteinn Agnarsson, 19.3.2011 kl. 10:48
Það þar ekki mikla spekinga til að sjá að það er EKKI hægt að búa til peninga úr engu. En aftur á móti er frekar einfalt að nota TÖLFRÆÐI við LYGAR og það hafa þeir Ragnar Árnason og Hannes Hólmsteinn, ásamt LÍÚ-mafíunni, verið iðnir við og það versta er að þeir eru margir sem "kokgleypa" við lyginni þeirra.
Jóhann Elíasson, 19.3.2011 kl. 11:05
Já strákar það er ömurlegt þegar einn valdasjúkur gróðapungur er kominn með ekki bara Alþingi heldur fleiri stofnanir ríkisins í vasann. Ég nefni Hafró, Háskólann og Hæstarétt einnig tengsli inní alla bankanna og tryggingarfélögin.
Það er verið að fremja hér landráð í krafti illa fengins gróða. Og enginn þorir að lyfta litla fingri til að stoppa hann.
Ólafur Örn Jónsson, 19.3.2011 kl. 12:29
Ólafur ætlarðu að senda mér mail á vesturholt@simnet.is
Jóhann Elíasson, 19.3.2011 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.