10.3.2011 | 09:17
HRIKALEGAR SKULDIR. HVERS VEGNA?
Þjóðarskuldir 20 milljónir á hverja 4 manna fjölskyldu.Og fleiri manns búið að tapa öllu sínu. Skilur fólk hvað hefur komið fyrir í þjóðfélaginu? Skilur fólk hvernig þetta gat komið fyrir þessa framsýnu og duglegu litlu þjóð sem var fyrst þjóða að taka sér réttilega 200 sjómílna landhelgi og fá þar með einkarétt yfir einum auðugustu fiskimiðum heims?
Við vorum meðal fyrstu þjóða að stækka möskvann í veiðarfærunum og setja á virka fiskveiðistjórnun sem allir voru sáttir við. Menn í bjartsýni keyptu ný skip og jú við vorum skuldsett en bak við þær skuldir voru ný og glæsileg fiskiskip. Ef þessi feril hefði fengið að halda áfram fullyrði ég að við stæðum jafnfætis Norðmönnum í peningamálum. Sennilega ætti nú hver 4 manna fjölskylda 20 milljónir í auðlindasjóð og í stað 85 milljarða vaxta greiðslna fengum við 90 milljarða í vaxtatekjur á ári.
En hvað skeði haustið 1983?? Jú græðgi fárra sem ekki gátu hugsað sér að sitja við sama borð og aðrir í samkeppninni um fiskinn. Halldór Ásgrímsson gekk erinda nokkurra Sambands frystihúsa á norðurlandi og eyðilagði það verndunar starf sem farið hafði fram í 4 ár í velheppnuðu Sóknarmarki Matthíasar Bjarnasonar með setningu, til reynslu í eitt ár, kvótakerfi.
Þetta hefði svo sem verið í lagi ef Alþingi hefði hlutsað á aðvaranir sjómanna og afnumið kvótan eftir árið þegar sýnt var að reynslan var afspyrnu slæm. Annað hvort voru menn í verkleysu eða þeir sem náð höfðu að sanka að sér of miklum þorsk kvótum lögðust á smá fisk til að fylla kvóta "eignina". En samt fékk Halldór kvótakerfinu framlengt í 4 ár aftur til reynslu??
Nú var lítill kjarni innan LÍÚ búinn að fá smjörþefinn af möguleikunum sem fólust í kvótkerfinu og þrátt fyrir hrun þorskstofnsins vegna gegndarlaus smáfiska dráps í Berufjarðarál og fyrir Norðurlandi tekur Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Davíðs Oddssonar kvótakerfið upp á sína arma og undir hvatningu frá LÍÚ og Þorsteini Má lögleiðir ríkistjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar frjálsa framsalið og undir ritar þar með gjaldþrota dóminn yfir Íslandi.
Þarna skildi milli Íslendinga og Norðmanna. Norðmenn hleyptu græðginni aldrei að heldur stofnuðu Olíusjóðinn þegar Íslendingar byrjuðu að dæla peningum út úr útgerðinni í stað þess að treysta undirstöður þjóðfélagsins. Davíð-isminn sem byggði á spilltu hugarfari og virðingarleysi fyrir þegnum þjóðfélagsins tók nú öll völd og þarf ekki að minna fólk á hvernig græðgin varð aðalsmerki en hlegið að þeim sem reyndu að veikum mætti að benda á hætturnar sem hlóðust upp.
Ég hef aldrei skilið hvers vegna verið er að leiða Geir Haarde fyrir Landsdóm á sama tíma og Davíð Oddson hreykir sér sem ritstjóri og fer á eftir eftirmönnum sínum sem eru að freista þess að reisa þjóðfélagið úr rjúkandi rúst ríkisstjórnar Davíðs og Halldór Ásgrímsson sem enn er að hreykja sér af afrekum sínum. Að mínum dómi ætti að vera búið að dæma bæði Davíð og Halldór til að standa í gapastokk á Lækjartorgi þar sem fólkið sem misst hefur allt sitt fyrir afglöp þessara manna getur veitt þeim "virðingu sína".
Athugasemdir
Það var mesta vitleysa að stækka möskvana og hætta að veiða smáfiskinn.
Það þurfti og þarf að grisja þorskstofninn. Við sjáum bara hvað skeði þegar Bretinn fór og við settum á 160 tonn árlega af smáum fiski sem Bretinn veiddi áður. Miðin fylltust af smáþorski sem var svo friðaður af hafró sem framast var unnt, þessi aukna beit varð til þess að fiskur léttist svakalega og síðan næstum át upp loðnustofninn um 79 eða 80. og í stað þess að veiða sem mest af þessum smáa fiski var reynt að friða hann meira.
Það var náttúrulega glórulaus fjárfesting í skipum eftir 1970 og það vantaði líka samgöngur milli staða til að miðla afla sem og fiskmarkaði. Miðað við vinslugetu td. á vestfjörðunum hefði dugað helmingi færri skip ef samgöngur hefðu verið í lagi. Ég held að menn hafi ekki gert sér grein fyrir hvað skuttogarnir voru mikið öflugri veiðitæki en gömlu síldarbátarnir og tappatogarnir.
Hallgrímur Gísla (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 20:42
Sæll Hallgrímur þakka þér fyrir athugasemdina.
Ég er ekki sammála þér varðandi smælkið. Ég hef ekki áhyggjur af sókn í ætan þorsk en þegar ekki finnst góður fiskur og menn leggjast á smælki og moka inn 20 til 30 tonna holum og hirða 5 tonn og stunda þetta allan veturinn vetur eftir vetur ( 1985 til 1989) lætur eitthvað undan.
Eins og þú segir réttilega skuttogararnir voru og eru rosa veiðitæki og jú mín reynsla segir mér að það er hægt að slátra heilu stofnunum ef menn kunna ekki að rækta garðinn sinn. (Gloríu trollið Skerjadýpi).
Já það er mín skoðun að við þyrtum að eiga 80 til 100 skuttoagara af blandaðri stærð og beita sóknarmarki. Með því að menn geti tekið út sína stopp daga alla í einu gætu menn fengið fulla nýtingu á skipunum með sókn á fjarlæg mið og síðan í augnablikinu er Makríll hjá okkur sem við eigum að nýta að sjálfsögðu.
Sóknarmark, allan fisk á markað og góðar samgöngur eru lykil atriði að hagkvæmni í sjávarútvegi á Íslandi ekki að færa fáum útvöldum allan fiskinn til eilífðar eignar.
Ólafur Örn Jónsson, 14.3.2011 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.