ÞIÐ HEFÐUÐ ÁTT AÐ MÆTA Í ÁRÓÐURS SETUR LÍÚ. "HÁSKÓLA ÍSLANDS"

Eftir að hafa setið fyrra málþing Ragnars Árnasonar Hagfræði prófessors vakna þessar spurningar. Hvaða stöðu hefur Háskóli Íslands í samfélaginu? Hvaða kröfur eru gerðar til skólans og þeirra sem koma fram í hans nafni? Hver er ábyrgð og skylda skólans gagnvart samfélaginu? Er það forsvaranlegt að prófessor við H.Í. sé búinn að búa til lyga program og safna saman mönnum í kringum sig og þeir búa til einróma áróðurs kynningu sem á varla við nokkur rök að styðjast og fari með þennan áróður fram fyrir alþjóð sem á í miklum deilum útaf þessu umdeilda máli sem er kvótakerfið.

Nú þessi samstillti hópur var ekki að blása til málefnalegrar umræðu um kosti og galla kvótakerfisins né bjóða uppá aðrar og betri leiðir en þessa leið sem búin er að valda einu þjóðargjaldþroti. Nei í stað þess var öllum spurningum og fyrirspurnum eytt með útúrsnúningum. Markmið þessara "akademísku" fræðimanna var aðeins eitt að hér þyrfti ekki að ræða neitt annað en Kvótakerfi með framsali og "eign" fárra. Þetta væri eina sem þjóðin mætti leyfa sér annars væri hnignum óumflýjanleg. 

Ég verð að segja að mér hryllti orðið við þegar mér var orði ljóst hvers ég var vitni að þarna í sal N-132 í Háskóla Íslands. Hérna var í gangi áróðursvél fjögurra  manna sem greinilega var vel smurð og æfð í að taka af skarið og hundsa alla gagnrýni hvaðan sem hún barst og hverslags sem hún var.

Dæmi: Mannréttinda nefnd sameiniðuþjóðanna áliktaði varðandi íslenska kvótakerfið að það stæðist ekki reglur sambandsins um mannréttindi og fór atkvæðagreiðslan 6 - 12. Rök tveggja framsögumanna var að ekkert væri að marka þessa ályktun samtakanna þar sem 6 menn frá iðnríkjum hefðu áliktað með Kvótaerfinu en 12 þróunarlanda menn á móti (þeir væru bara vitleysingar) og því bæri íslendingum ekki að fara eftir ályktuninni þrátt fyrir að við værum aðilar að samþykkt sameiniðuþjóðanna! Leyfir Háskóli Íslands sér kynþátta hroka af þessu tagi? Styður Háskóli Íslands það að ályktun Mannréttinda nefndar Sameiniðuþjóðanna sé hundsuð á þeirri forsendu að 12 meðlimir frá þróunnar löndum ályktuðu gegn kvótakerfinu?

Annað var allt á þessa leið: Fullyrðing Ragnars: Í Sóknarmarki kunnu áhafnir togaranna Guðbjargar, Haraldar Böðvarssona, Ögra, Vigra, Snorra Sturlusonar og Kaldbaks ekkert að fara með fisk og skiluðu rusl fiski í land.

Lítum á: Hvað áttu þessi skip sameiginlegt fyrir utan að vera aflahæstu skipin í sóknarmarkinu. Þau voru líka með besta fiskinn og gerðu bestu sölurnar á mörkuðunum. Það er nefnilega þannig í Sóknarmarki að aflahæstu skipin eru með jafn bestu áhafnirnar sem kunna að ganga frá fiski og ef menn kunna á annað borð að ganga frá fiski þá ganga menn vel frá fiski hvort sem mikið fiskast eða lítið. Í dag er Sóknarmark með allan fisk á markaði ekki "Olimpíslarveiðar" Íslenskir sjómenn kunna að ganga frá fiski svona áróður á engan rétt á sér og lítilsvirðing á störfum Íslenskra sjómanna og það situr síst á fulltrúum  Háskólans að hafa upp svona málatilbúnað. 

Ef menn hefðu viljað fá sannleikann um samanburð á afkomu skipa í þessum tveim kertum hefði átt að taka  20 til 30 afla hæstu skipin í sóknarmarkinu til samanburðar. Menn voru mjög misjafnlega á veg komir að ná tökum að veiða á þessa tiltölulega nýju tækni "skuttogara" og var þróun á veiðarfærum hröð á þessum tíma og ný mið að finnast sem menn voru misfljótir að tileinka sér. Svo hér fer Ragnar vægast sagt vísvitandi með villandi staðhæfingar. Og lítandi í tímabilið 1984 til 1993 þegar frystiskipa væðingin var sem hröðust og bera saman við Sóknarmarkið þar sem öll skip voru á ísfisk veiðum er náttúrulega bara barnaskapur.

Jú víst voru skipin í Sóknarmarkinu orðin allt of mörg og fræg eru orð Steingríms Hermannssonar "þeir bara plötuðu mig". Kjartan Jóhannsson Sjávarútvegsráðherra hafði stoppað fjölgun skipa við 75 togara og var það sennilega álíka sóknarþungi og við höfum í dag nema hann var á Sóknarmarki þegar núverandi floti er á fullri sókn og frystitogarar núna sem ekki voru þá.  En að bera þennan nýja flota þar sem eignarmyndum var gífurlega hröð við marg afskrifuð skip í dag á náttúrulega engan rétt á sér í samanburði á tveim kerfum og sýnir svona málflutningur bara hver tilgangurinn með þessu málþingi er. 

Þetta málþing og framganga Ragnars í nafni Háskóla Íslands hlýtur að vekja menn til umhugsunar: Í hvaða tilgangi má nota Háskólann? Er ekkert siðferði eða verklag sem setur skólanum skyldur að vega og meta rök í þjóðar umræðunni með og á móti? Finnst fólki sem á þennan skóla að hagsmunasamtök geti náð fótfestu í innviðum skólans og notað starfsfólk hans í sína þágu til að móta einhliða skoðanir sem snerta þjóðarsálina? Best væri að Rektor eða Ráðherra menntamála skoðaði þessa framkomu því að hér er Háskólinn að taka afstöðu í stór pólitísku máli með öðrum deilu aðilanum. Þetta getur ekki verið rétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband