8.3.2011 | 08:22
RÍKISTJÓRNIN Á VESTFJÖRÐUM OG FRJÁLSAR HANDFÆRAVEIÐAR
Nú þegar ríkisstjórnin er í opinberri heimsókn á Vestfjörðum rifjast upp atburður fyrir 18 árum þegar Davíð Oddsson þá Forsætisráðherra fór í opinbera heimsókn til Samherja. Þá gaf Davíð Þorsteini Má og félögum frjálsa framsalið. Þetta ættu þau í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að hafa í huga núna þegar þau halda ríkisráðsfund á Ísafirði. Væri ekki úr vegi að gefa nú íslendingum og þeim landsfjórðungi sem mestu hefur tapað á kvóta-vitleysunni frjálsar handfæraveiðar?
Og nota síðan tímann til að semja frumvarp til laga sem bannar allt sem heitir kvóta stýring í landinu um alla ókomna framtíð. Því sannanlega hefur duglegasta þjóð í heimi aldrei verið svívirt eins mikið og með setningu kvótalaganna. Á fiskveiðar eða í landbúnaði. Kvóta stýring í hvaða mynd sem hún birtist verður alltaf til trafala hjá þjóð sem er jafn harðdugleg og framsækin og Íslendingar. Er ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ekki ríkisstjórn Íslendinga? Eftir hverju er þá að bíða?
Vita skulu menn að Vestfirðir og S-Vestur hornið munu blómstra sem aldrei fyrr ef farið er aftur í Sóknarmark. Það er ekkert sem réttlætir eitthvert plott inná þingi í þeim tilgangi að viðhalda hér kvótakerfi í einhverri skrípa mynd sem þessi samningaleið er. Með framkomu sinni gagnvart þjóðinni hafa útgerðarmenn fyrirgert öllum rétti til að þeim sé rétt þessi samningaleið eða frestur á afnámi kvótans. Ef útgerðamenn treysta sér ekki til að gera út á sóknarmarki fara þeir bara eitthvað annað nóg er af fólki á Íslandi sem vill vinna og gera út. Þetta er einlægur vilji meiri hluta þjóðarinnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.