6.3.2011 | 11:21
KRÓKAVEIÐAR FRJÁLSAR ÞEGAR Í STAÐ
Hvað er í gangi á Alþingi. Það liggur ljóst fyrir að kvótinn var settur á trillurnar eingöngu til að hækka verð á kvóta og freista þess að fækka aðilum í greininni. Verndun á fiskstofnum kemur handfæraveiðum ekkert við. Ef ekki er til ætur fiskur fyrir handfæra veiðar er ekki búandi á þessu landi þá er hægt að leggja niður allt sem heitir útgerð.
Það var hlegið að þessari aðgerð þegar Kristján Ragnarson stóð fyrir að koma þessu á svo fíflalegt fannst mönnum þetta. Núna svelta byggðirnar og fólk grátbiður að fá að bjarga sér. Gefið aftur handfæraveiðar frjálsar svo fólk á landsbyggðinni geti haldið reisn sinni. Alþingismenn og ríkisstjórnin geta lagst í duftið fyrir útgerðar mafíunni en þarf ekki að draga okkur þjóðina með sér.
Það er algerlega ófært að Alþingi ætli að standa við bakið á útgerðinni og hjálpa þeim að gera alla sem vilja koma að útgerð að leiguþý þessa fólks. Miðaldir eru liðnar það er komin upplýsinga öld þar sem fólk sættir sig ekki við svona óréttlæti. Á að þvinga þjóðina í blóðuga byltingu til að nái rétti sínum gagnvart siðlausri útgerða klíku.Hvað er að ske á Alþingi? Hverra erinda gengur þetta fólk eiginlega?
Athugasemdir
Sammála þér. Handfæraveiðar verði alfrjálsar.
Sævar Helgason, 6.3.2011 kl. 11:55
Flottur ertu Ólafur, frjálsar handfæraveiðar leysa byggða, fátæktar og atvinnuvanda Íslendinga, ekki nýjar lántökur!
Aðalsteinn Agnarsson, 6.3.2011 kl. 19:16
Að sjálfsögðu strákar ættu þessar veiðar að vera alfrjálsar en það má alls ekki því þá fellur verð á kvóta og þar með veðin sem standa fyrir lánunum. Þetta snýst ekkert um fiskinn í sjónum lengur eða fólkið því miður. Og núna er verið að reyna aðferð LÍÚ að þagga allt í hel og vona að fólk gleymi þessu á meðan verið er að smygla "samningaleiðinni" í lög sem þýðir óbreytt óréttlæti næstu 20 ár minnst. Þvílík er glæpastarfsemin sem viðgengst á þinginu. Þetta hyski leyfir sér orðið allt.
Ólafur Örn Jónsson, 6.3.2011 kl. 20:37
Heill og sæll Ólafur, ég er sammála þér að það ætti að gefa handfæraveiðar frjálsar það mun lífga upp á atvinnulífið á landsbyggðinni eins og strandveiðarnar hafa reyndar gert. Það er gaman að koma á þessa staði út á landi þar sem strandveiðarnar hafa svo sannarlega gert mikið fyrir fólkið, en það hefur bara verið of naumt skammtað til handa þeim sem stunda strandveiðar. Og það hefði mátt skipuleggja þær betur.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.3.2011 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.