5.3.2011 | 09:52
Hvað varð um hetjurnar?
Um áramótin reis upp alda fólksins í kjölfar skeleggar framkomu Forsætisráðherra þar sem hún lýsti ríkisstjórnina reiðubúna að fara gegn ofurefli útgerðar aðila og gera róttækar breytingar á fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunnar. Gaman var að sjá hve meðbyr í kjölfar þessarar yfirlýsingar var öflugur og mátti ráða að forsætisráðherra myndi nýta sér þennan meðbyr til að láta nú loksins að sér kveða.
En hvað svo? Sjávarútvegsráðherra er horfinn og Jóhanna og Ólína láta eins og ekkert sé? Er það virkilega svo að plott sé í gangi milli Samfylkingar og útgerðar með milligöngu Sjálfstæðisflokksins? Er lágkúran slík á Alþingi að þjóðin sé hundsuð svona til að flokkspólitískt plott geti gengið í gegn?
Núna gengur þjóðin til þjóðaratkvæðagreiðslu og er það vel en aflverju í kjölfar þess sem á undan er gengið er ekki gripið til þess að spyrja þjóðina hvort hún sé hlynnt skrípa samningaleið eða aftur til sóknarmarks. Hvernig getur Alþingi svívirt þjóðina svona trekk í trekk?
Ef Samfylkingin er að rotta sig saman við Sjálfstæðisflokkinn og notar til þess kvótann setur hún sig í flokk með Sjálfstæðisflokki og Framsókn sem frömdu glæp gegn þjóðinni með verndun kvótans í trássi við þjóðina. Það er hreint hneyksli ef farið verður í samninga við útgerðina um áfram hald kvótans eftir að útgerðin er búin að reyna í tvígang að svívirða þjóðina með hótunum um þvingunar aðgerðir sem kostað hefðu slasað þjóðarbúið milljarða. Er ekki nóg að hér sé atvinnuleysi sem aldrei fyrr og fleiri fjölskyldur eignalausar út af kvótakerfinu? Ætlar fólk aldrei að viðurkenna meinið í þjóðfélaginu?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.