4.3.2011 | 12:47
Hvað er skipulögð glæpastarfsemi?
Er það ekki skipulögð glæpastarfsemi þegar nokkur fyrirtæki í landinu fara til ráðherra og fá hann til að breyta lögum landsins gegn vilja þjóðarinnar í þeim tilgangi að hygla sérhagsmunum þeirra?
Er það ekki skipulögð glæpastarfsemi að ráðherrar skuli fara gegn meirihluta vilja þjóðarinnar og ganga erinda hagsmuna aðila í þjóðfélaginu og gera eignir þjóðarinnar að framseljanlegum hagsmunum sem hægt er að leggja sem veð fyrir handhafanna?
Er það ekki skipulögð glæpastarfsemi þegar lagt er að bönkum landsins í þeim tilgangi að þeir veiti veð út á hugtak sem ekkert er á bak við. Engin afsöl eða lögleiddur eignaréttur.
Er það ekki skipulögð glæpastarfsemi að horfa á fyrirtæki nota eignir þjóðarinnar til að safna skuldum á verkefni sem ekki á neinar eignir að ráði og setja svo verkefnið á hausinn í þeim tilgangi að þvinga bankann sem á lánið til að afskrifa 2,3 milljarð lán.
Er það ekki skipulögð glæpastarfsemi þegar nokkrir aðilar innan atvinnu lífsins rotta sig saman í þeim tilgangi að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fara eftir einstaklingum í þjóðfélaginu í þeim tilgangi að þagga niður eðlileg skoðana skipti. Fara eftir mönnum og reka þá úr störfum sínum og freista þess að viðkomandi fái hvergi starf eða geti stofnað sér atvinnu rekstur til að bjarga sér. Brjóta með þessu lög þjóðarinnar og alþjóða samfélagsins um grunn mannréttindi.
Er það ekki skipulögð glæpastarfsemi þegar ritstjóri dagblaðs sem kennir sig við frjáls skoðana skipti tekur við aðsendri grein en áður en hann birtir greinina hringir hann á FANT í þeim tilgangi að fá hann til að fara í höfund greinarinnar með hótunum ef hann höfundurinn kallar ekki greinina til baka.
Er það ekki skipulögð glæpastarfsemi þegar formaður stórrar atvinnu greinar hefur samband við ritstjóra blaða og krefst þess í formi valds síns að ritstjórinn stoppi skrif einstaklinga sem látið hafa skoðanir sínar í ljós á síðum blaðsins.
Er það ekki skipulögð glæpastarfsemi þegar stjórnmálaflokkar og frambjóðendur þeirra taka við greiðslum og hlunninum úr höndum manna í þeim tilgangi að ganga erinda þeirra á þinginu. Og taka þar með afstöðu gegn þjóðar vilja?
Svona má lengi telja og gott er að það liggja sannanir fyrir því hvernig menn hafa stundað skipulagða glæpastarfsemi í þeim tilgangi að ota sínum tota framar öðrum í þjóðfélaginu. Hlýtur að vera ömurlegur lýður sem ekki kann að koma sér áfram án þess að vera eins og rottur og vega að fólki úr launsátri.
Þjóðin hlýtur að fagna að fara eigi eftir þessu fólki sem eitrað hefur og sýkt okkar góða samfélag og glæpir þeirra enduðu með að setja hér þjóðfélagið á hausinn og brjóta niður innviði þess. Ég óska lögreglu og dómsstólum velfarnaðar í þessari baráttu og þjóðinni fyrirfram til hamingju með að losna loksins við þetta hyski úr atvinnu rekstri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.