2.3.2011 | 10:04
Mannréttindi á Íslandi?
Hvaða skyldum ber ríkjum að gegna eftir að þau hafa samþykkt mannréttindasamninga á alþjóðlegum vettvangi ?
Þegar ríki hefur undirritað alþjóðlegan samning um mannréttindi þá ber því að fara eftir þeim ákvæðum sem finna má í samningnum. Ríkið er skylt til að vernda mannréttindi einstaklinganna sem búa innan lögsögu þess.
Þær skyldur sem samningarnir leggja á ríki eru mismunandi eftir því hvaða samningur á við. Almennt fela samningarnir í sér að ríki virði mannréttindi allra sem búa undir lögsögu þess og ber því að vernda einstaklinga fyrir mannréttindabrotum af höndum þriðja aðila. Jafnframt ber ríkinu að fylgja eftir ákvæðum samningsins til þess að ganga úr skugga um að einstaklingar og hópar búi við þau
mannréttindi sem þeir hafa rétt til þess að njóta.
Athugasemdir
Því miður hér eru eingin mannréttindi, og hafa ekki verið.!
Eyjólfur G Svavarsson, 3.3.2011 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.