26.2.2011 | 16:44
Hversu langt eru útgerðamenn reyðubúnir að ganga?
Í Líbíu situr einn alræmdasti einræðisherra heims síðari áratugi Gaddafi, sem hefur spilað á þjóðarleiðtoga heimsins og jafnvel náð að slá ryki í augu manna með að fá útsendara sinn sem framdi eitt versta hryðjuverk sem framið hefur verið framseldan.
En nú hrundi gríman eins og alltaf gerist þegar menn brjóta gegn þjóðfélaginu og svívirða mannréttindi. Eftir liggja þúsundir í valnum. Mín spurning er eftir að íslenska þjóðin hefur í 27 ár reynt án árangurs að ná stjórn á auðlindum þjóðarinnar "hve langt" eru útgerðaraðilar á Íslandi og þjónustu fólk þeirra á þingi reiðubúnir að ganga í hagsmuna gæslunni. Sér þetta fólk ekki spillinguna?
Fólkið, þjóðin, horfir á spillinguna og sér að búið er að brjóta mannréttindi á fjölda manns í landinu, hundsa mannréttindadóm Sameinuðu þjóðanna, ræna bankanna (t.d.Skinney/Þinganes), hóta Ríkisstjórninni að sigla skipunum í land og stoppa veiðar og framleiðslu, stöðva atvinnulífið, misnota hæstarétt í þeim tilgangi að stöðva Ríkissjónina í að reyna að staðfesta i sessi lýðræðið?
HVE LANGT ERU ÚTGERÐAMENN REIÐUBÚNIR AÐ GANGA ÁÐUR EN ÞJÓÐIN FÆR RÁÐIÐ AUÐLINDUM SÍNUM???
Hvort er það græðgin eða öskrin í Þorsteini Má sem valda blindni þessa fólks? Það er ekkert sem réttlætir að halda hér áfram kvótastýringu við fiskveiðar. Sóknarmark er það sem þjóðin þarf til að réttlæti sé fullnægt. Ég vona að ekki þurfi að skilja eftir fólk í valnum áður en réttlætið nær fram að ganga í íslenskum sjávarútvegi.
Athugasemdir
Eins langt og þeir þurfa Ólafur. Þjóðinni er stjórnað með ótta. Ekkert annað er alger umskipti í stjórnmálum og stjórnsýslu mun breyta því.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 26.2.2011 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.