Skilja menn (ó)eðli Kvótakerfisins?

Ég er ekki viss um að allir skilji hvernig kvótakerfið virkar og hversu óréttlátt það er. Hvernig fyndist fólki sem kemur úr námi segjum Lögfræði, Læknisfræði eða Skósmíði og Rafvirkjun til dæmis og Lögfræðingurinn gæti ekki hafið störf þar sem hann hefur ekki leyfi til að starfa nema hann kaupi réttinn til að starfa sem Lögfræðingur frá öðrum lögfræðing eða fjölskyldu hans ef hann er dauður. Jú og hvað er verðið? Alla vegna hugsanlegur arður næstu 15 árin svona 500 milljónir. Sama með lækninn, skósmiðinn og rafvirkjann. Enginn mætti vinna nema borga fyrirrennurum sínum fyrir réttinn til að vinna vinnuna sína.

Þú mættir ekki opna verslun nema kaupa aðra verslun. Íþrótta stöð, saumastofu, nuddstofu hvað sem er allt væri í "eigu" einhvers eins og kvótinn. 

Hvað finnst fólki um þetta? Þetta megum við eiga sem erum menntaðir í þessari grein fiskveiðum og höfum reynslu og kunnáttu til að veiða fisk við Íslands mið. Ég og mín áhöfn fékk úthlutað stærsta kvóta sem úthlutað var eftir reynslu árin og hann tvöfaldaðist á Viðey þar sem vorum að flytja okkur yfir þegar kvótanum var nauðgað á. Ég hef engan rétt að veiða á Íslandsmiðum eftir að ég var settur á "dauðalista" útgerðarinnar 1996. Ef ég og félagar mínir  höfum ekki einhverja milljarða í vasanum getum við ekki keypt okkur kvóta.   

Nú reyndar óttast þeir sem keypt hafa sér kvóta að þeir tapi kvótanum og er áhyggjuefni að menn skyldu láta glepjast í að kaupa eitthvað sem er í raun eign þjóðarinnar og spurning hvort hægt er að hygla þessu fólki einhvern veginn tímabundið í komandi sóknarmarki.  Verður þá að vera fólk sem er algerlega utanaðkomandi. Og ekki má fólk gleyma að það má veiða eftir þeim reglum sem þjóðin setur allir sem eiga skip með veiðirétt mega veiða. Visst marga daga á ári innan lögsögunnar og síðan eins og þeir geta aflað sér leyfa annarstaðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband