23.2.2011 | 09:12
Sjálfstæðismenn fylgjandi Kvótakerfi????
Skoðana könnun MMR sýnir að aðeins séu 36% Sjálfstæðismanna fylgjandi afnámi kvótakerfisins?? Hvaðan kemur hugmynda auðgi þessa fólks er það ekki á einhverjum villigötum? Hægri flokkur með úthlutunar aðferð i kvótaformi. Ég held að þetta fólk ætti að kanna grasrótina og reyna að rebúútta gráu sellurnar. "Frelsi einstaklingsins til athafna" og kvótakerfi sem fiskveiðistjórnun???
Málið er að Hannes Hólmsteinn er eini hagfræðingurinn í heiminum sem var svo vitlaus að láta hafa sig í að reyna að aðlaga "kvóta" að frjálshyggju. Og úr varð þetta bull sem var eingöngu notað til að stela peningum úr bönkunum. Lán sem ekki stendur til að borga og fyrir liggja engin veð er ekkert annað en stuldur.
Ég held að sjálfstæðisfólk sem fylgt hefur í blindni Davíð Oddsyni ætti að kynna sér skrif og skoðanir þeirra manna sem skópu undirstöðurnar undir þennan flokk og heilbrigða ásýnd sem þeir höfðu og bera það saman við þann feril ógæfuverka sem Davíðsisminn skildi eftir sig. Sjálfstæðisflokkurinn á sitt eigið fiskveiðistjórnunarkerfi sem er sennilega besta fiskveiðistjórnunar kerfi veraldar og er í anda "Frelsi einstaklingsins til athafna". Sóknarmarkið!
Má ég benda mönnum á að lesa skrif Eyjólfs Konráðs, Matthíasar Bjarnasonar og fleiri fyrir Davíð menn. Lesið Æviminningar Thor Jensen og spyrjið sjálf ykkur hvað hefur komið fyrir þetta þjóðfélag. Ísland var land tækifæranna núna er búið að breyta landinu í Land einokunar. Auðlindir til sjávar og sveita eru bundnar í kvóta! Og þetta er verk Sjálfstæðisflokksins??? Kæri flokksmaður er þetta virkilega þín hugsjón?
Athugasemdir
Tek heilshugar undir þetta, Ólafur. Eftir áralanga þátttöku í starfi sjálfstæðisflokksins sá ég mig tilneyddan að segja skilið við hann eftir að Davíð og Hólmsteinn breyttu honum í það furðufyrirbæri sem hann er í dag. Fiskurinn í sjónum ánafnaður örfáum til allrar framtíðar, bankarnir afhentir velvildarmönnum á spottprís, fyrirtæki sem aldrei hefði átt að einkavæða gerð að einkavæddum einokunarfyrirtækjum (versta rekstrarform sem fyrirfinnst) en svo á hinn bóginn eru þinglýstar landareignir manna teknar bótalaust með þjóðlendulaga ósómanum. Og ekki skulum við gleyma framsóknarflokknum sem studdi þetta allt með ráðum og dáð. Eða þá einkaframtaki Davíðs og Halldórs sem sögðu Írökum stríð á hendur. Það mætti tína fleira til en læt hér staðar numið.
Þórir Kjartansson, 23.2.2011 kl. 11:19
Já Þórir þetta var skrítinn tími og einhvern tíma kemur sannleikurinn um það sem fór fram á bak við tjöldin í ljós.
Núna þarf þjóðin eyða öllu sem þessir herrar komu í kring og vonandi er spillingin ekki svo rót gróin í Þinginu að ekki sé hægt að byggja hér upp nýtt þjóðfélag. En því miður sér maður menn eins og til dæmis Einar K. Guðfinnsson sem virðast ekkert hafa lært af þeim Ragnarrökum sem yfir okkur dundu.
Ólafur Örn Jónsson, 23.2.2011 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.