22.2.2011 | 17:26
Verður engin sátt um að hafa kvóta áfram.
Það er furðulegt hve duglegir menn eru að reyna að festa í sessi að hér verði áfram kvótakerfi við stjórnun fiskveiða. Af öllu því illa sem í kvótalögunum er er kvóta úthlutun við fiskveiðistjórnun verst. Svo það er ekki til neins að breyta hér úthlutunar reglum á kvóta það verður að afnema kvótastýringu við fiskveiðar og taka upp sóknarstýringu.
Hér var við líði svo nefnt sóknarmark þegar græðgi fárra rak Ráðherra í að ganga þessa braut og þrátt fyrir gífurlega andstöðu var þessu kvótakerfi komið á til reynslu. Strax komu gallar þessa kerfis í ljós en samt var haldið áfram með það.
Nú kom framsalið og eftir það snerist þetta ekkert um fiskveiðistjórnun heldur veð í bönkum og allir vita nú hvernig það endaði. Eða er það ekki???
Það eru sumir að styðja við hugmyndir um samningaleið. Þeir eru í sjálfum sér að segja að kerfið sé svo slæmt að ekki sé hægt að snúa frá því! Það þurfi að gef þessu annan möguleika til að setja þjóðina á hausinn. Skinney/Þinganes hefur sýnt okkur hver stefnan er hjá "kvótaeigendum". Það er að láta afskrifa þessi lán og láta þar með þjóðina taka á sig að halda uppi þessari hirð sem búið er að koma á í kringum kvótakerfið.
Því er spurningin núna að breyta með einu penna striki yfir i Sónarmark eða láta útgerðina komast upp með að hafa okkur öll að hirðfíflum. Sóknarmark er gott kerfi sem gerir öllum jafn hátt undir höfði og þeir geta fiskað sem hafa til þess þekkingu og dug eftir þeim reglum sem við þjóðin setur. Hinir sem ekki vilja gera út fara að gera eitthvað annað.
Stjórnvöld afturkalli kvótann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.